Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2024 21:14 Eden Golan syngur Hurricane á sviðinu í Malmö Arena í kvöld. Getty/Jens Büttner Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira