Dæmdur fyrir aðstoð við morð en valinn í landslið Síle Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:30 Luciano Cabral hefur staðið sig vel á fótboltavellinum eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hinn 29 ára gamli fótboltamaður Luciano Cabral gæti spilað á Copa América í sumar, á reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur fyrir að aðstoða pabba sinn við morð. Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní. Copa América Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní.
Copa América Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira