Anníe Mist fór í keisaraskurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýfæddum syni sínum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira