„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:55 Hera Björk stígur á svið í Malmö í kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“ Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira