Fjórar dýrindis diskósúpur úr hráefnum sem annars hefði verið hent Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 22:07 Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnaskólans í Reykjavík og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari stóðu að diskósúpuviðburðinum í Hússtjórnarskólanum Vísir/Einar Nýjustu rannsóknir sýna hver Íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík héldu upp á alþjóðlega diskósúpudaginn á dögunum með súpuveislu úr hráefnum sem annars hefði átt að henda. Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“ Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“
Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira