Dulin blessun að missa Baðhúsið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2024 10:01 Linda Pétursdóttir hefur aldrei verið betri. Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma. „Ég hef auðvitað verið í sviðsljósinu síðan ég var átján ára og það hafa komið löng tímabil þar sem ég hugsaði að ég væri betur stödd ef ég hefði aldrei orðið þekkt. En núna myndi ég ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Ég var lengi þannig að dagar, vikur eða mánuðir voru ónýtir hjá mér að af því að einhver sagði eitthvað eða fannst eitthvað um mig. Það breytti öllu þegar ég náði raunverulega að sjá það að ég þyrfti ekki að trúa neinu nema ég ákvæði það sjálf. Fólk má segja og skrifa hvað sem það vill, en við sjálf getum kosið að ákveða hverju við trúum,“ segir Linda. Stórkostlegt að komast burt úr fórnarlambshugsunarhætti „Það er gríðarlegt frelsi að komast á þann stað að álit annarra sé raunverulega hætt að hafa áhrif á mann. Það er stórkostlegt að komast burt úr fórnarlambshugsunarhætti yfir í sjálfsábyrgð og fara að lifa lífi sínu þannig að maður hafi vald yfir þessu öllu. Bæði því sem gengur vel og líka því sem gengur illa. Það fylgir því mikið frelsi að komast í raunverulega sjálfsábyrgð. Auðvitað gerast alls konar hlutir hjá okkur öllum sem voru ekki okkur að kenna eða við höfðum lítið um það að segja, en við stjórnum því sjálf hvernig við bregðumst við,“ segir Linda, sem segir að það hafi tekið sig langan tíma að komast hægt og rólega í fulla sjálfsábyrgð í eigin lífi. „Maður er ekki við stjórnvölinn í eigin lífi ef maður er fórnarlamb og kennir öðrum um. Það er svo vondur staður að vera á og maður er þá í raun að færa ytri aðstæðum og öðru fólki allt vald. Það hefur myndast ákveðin fórnarlambamenning í samfélaginu okkar, en ég upplifi að fleiri og fleiri séu að átta sig á því að það skilar engu og þá missir maður allt vald yfir eigin lífi.“ Sjálfsmyndin má ekki vera rammskökk Linda hefur í áraraðir unnið með konum þegar kemur að heilsu og hefur þar getað notað sína eigin reynslu. Hún segist vinna með öðruvísi nálgun en margir þegar það komi að heilsu. Ofuráhersla hafi í gegnum tíðina verið á hegðun og að breyta henni. „En það drífur ekki langt ef við vinnum ekki með sjálfsmyndina, grunnforritin og hugsanirnar fyrst. Allt sem við gerum byrjar með hugsun. Hugsun hefur áhrif á tilfinningarnar, þær hafa svo áhrif á hegðunina og hegðunin býr til niðurstöðuna. Ef við náum að breyta grunninum þegar kemur að hugsunum mun það breyta tilfinningunum, sem eru svo drifkrafturinn fyrir hegðuninni. Við getum farið af stað og reynt að gera eitthvað, en ef sjálfsmyndin er rammskökk og forritið rangt komumst við ekki langt. Hugurinn leitar alltaf aftur og aftur í sjálfsmyndina og þú ferð alltaf til baka þangað í grunnskekkjuna ef þú vinnnur ekki með hugsanirnar. Grunnvinnan er að breyta sjálfsmyndinni. Þetta er dálítið öðruvísi en við erum vön því að líta á þetta, en ég hef unnið þessa vinnu á sjálfri mér og það varð allt svo miklu auðveldara þegar ég náði að breyta sjálfsmyndinni og hugsunum tengdum henni,“ Dulin blessun Í þættinum ræðir Linda um eitt erfiðasta tímabil ævi hennar, þegar hún missti fyrirtæki sitt Baðhúsið sem hún hafði byggt upp árum saman. Hún segist nú sjá úr baksýnisspeglinum að þarna hafi verið dulin blessun á ferð. „Stundum þurfum við að fara langt niður til að ná að skjóta okkur upp aftur. Ég var reið og bitur mjög lengi eftir gjaldþrotið og setti ábyrgðina á aðra aðila. En það breyttist allt þegar ég náði að taka fulla ábyrgð á þessu sjálf og þá byrjaði alveg nýr kafli. En þetta var gríðarlega erfiður tími, ekki síst af því að mér leið eins og ég hefði misst allt öryggi í tilverunni. Einstæð móðir með fólk bankandi upp á hjá mér með kröfur og að birta mér einhverja pappíra. Ég fór langt niður og var alveg búin á því bæði andlega og tilfinningalega,“ segir Linda. „Það kom tímabil þar sem ég átti ekki fyrir mat, sem ég reiknaði aldrei með að eiga eftir að upplifa. Þetta var dimmur dalur, en ég er baráttukona og það var aldrei valkostur að gefast upp. En svo líður tíminn og eins og lífið er þá sér maður oft það sem var erfiðast á meðan á því stóð sem stærstu blessunina þegar rykið er sest. Ég veit núna að þetta átti að fara svona og þetta varð á endanum til þess að ég fékk að gera það sem ég er að gera í dag, sem ég elska af öllu hjarta. Ég man eftir því þegar góð kona sagði við mig: ,,Linda, þú ert þitt eigið öryggi”. Ég náði einhvern vegin að taka það alveg inn og átta mig á því að maður missir í raun aldrei öryggi ef maður nær að vera sitt eigið öryggi. Líf mitt hefur aldrei verið eins gott og núna og þetta var hluti af þeirri vegferð.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Lindu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Ég hef auðvitað verið í sviðsljósinu síðan ég var átján ára og það hafa komið löng tímabil þar sem ég hugsaði að ég væri betur stödd ef ég hefði aldrei orðið þekkt. En núna myndi ég ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Ég var lengi þannig að dagar, vikur eða mánuðir voru ónýtir hjá mér að af því að einhver sagði eitthvað eða fannst eitthvað um mig. Það breytti öllu þegar ég náði raunverulega að sjá það að ég þyrfti ekki að trúa neinu nema ég ákvæði það sjálf. Fólk má segja og skrifa hvað sem það vill, en við sjálf getum kosið að ákveða hverju við trúum,“ segir Linda. Stórkostlegt að komast burt úr fórnarlambshugsunarhætti „Það er gríðarlegt frelsi að komast á þann stað að álit annarra sé raunverulega hætt að hafa áhrif á mann. Það er stórkostlegt að komast burt úr fórnarlambshugsunarhætti yfir í sjálfsábyrgð og fara að lifa lífi sínu þannig að maður hafi vald yfir þessu öllu. Bæði því sem gengur vel og líka því sem gengur illa. Það fylgir því mikið frelsi að komast í raunverulega sjálfsábyrgð. Auðvitað gerast alls konar hlutir hjá okkur öllum sem voru ekki okkur að kenna eða við höfðum lítið um það að segja, en við stjórnum því sjálf hvernig við bregðumst við,“ segir Linda, sem segir að það hafi tekið sig langan tíma að komast hægt og rólega í fulla sjálfsábyrgð í eigin lífi. „Maður er ekki við stjórnvölinn í eigin lífi ef maður er fórnarlamb og kennir öðrum um. Það er svo vondur staður að vera á og maður er þá í raun að færa ytri aðstæðum og öðru fólki allt vald. Það hefur myndast ákveðin fórnarlambamenning í samfélaginu okkar, en ég upplifi að fleiri og fleiri séu að átta sig á því að það skilar engu og þá missir maður allt vald yfir eigin lífi.“ Sjálfsmyndin má ekki vera rammskökk Linda hefur í áraraðir unnið með konum þegar kemur að heilsu og hefur þar getað notað sína eigin reynslu. Hún segist vinna með öðruvísi nálgun en margir þegar það komi að heilsu. Ofuráhersla hafi í gegnum tíðina verið á hegðun og að breyta henni. „En það drífur ekki langt ef við vinnum ekki með sjálfsmyndina, grunnforritin og hugsanirnar fyrst. Allt sem við gerum byrjar með hugsun. Hugsun hefur áhrif á tilfinningarnar, þær hafa svo áhrif á hegðunina og hegðunin býr til niðurstöðuna. Ef við náum að breyta grunninum þegar kemur að hugsunum mun það breyta tilfinningunum, sem eru svo drifkrafturinn fyrir hegðuninni. Við getum farið af stað og reynt að gera eitthvað, en ef sjálfsmyndin er rammskökk og forritið rangt komumst við ekki langt. Hugurinn leitar alltaf aftur og aftur í sjálfsmyndina og þú ferð alltaf til baka þangað í grunnskekkjuna ef þú vinnnur ekki með hugsanirnar. Grunnvinnan er að breyta sjálfsmyndinni. Þetta er dálítið öðruvísi en við erum vön því að líta á þetta, en ég hef unnið þessa vinnu á sjálfri mér og það varð allt svo miklu auðveldara þegar ég náði að breyta sjálfsmyndinni og hugsunum tengdum henni,“ Dulin blessun Í þættinum ræðir Linda um eitt erfiðasta tímabil ævi hennar, þegar hún missti fyrirtæki sitt Baðhúsið sem hún hafði byggt upp árum saman. Hún segist nú sjá úr baksýnisspeglinum að þarna hafi verið dulin blessun á ferð. „Stundum þurfum við að fara langt niður til að ná að skjóta okkur upp aftur. Ég var reið og bitur mjög lengi eftir gjaldþrotið og setti ábyrgðina á aðra aðila. En það breyttist allt þegar ég náði að taka fulla ábyrgð á þessu sjálf og þá byrjaði alveg nýr kafli. En þetta var gríðarlega erfiður tími, ekki síst af því að mér leið eins og ég hefði misst allt öryggi í tilverunni. Einstæð móðir með fólk bankandi upp á hjá mér með kröfur og að birta mér einhverja pappíra. Ég fór langt niður og var alveg búin á því bæði andlega og tilfinningalega,“ segir Linda. „Það kom tímabil þar sem ég átti ekki fyrir mat, sem ég reiknaði aldrei með að eiga eftir að upplifa. Þetta var dimmur dalur, en ég er baráttukona og það var aldrei valkostur að gefast upp. En svo líður tíminn og eins og lífið er þá sér maður oft það sem var erfiðast á meðan á því stóð sem stærstu blessunina þegar rykið er sest. Ég veit núna að þetta átti að fara svona og þetta varð á endanum til þess að ég fékk að gera það sem ég er að gera í dag, sem ég elska af öllu hjarta. Ég man eftir því þegar góð kona sagði við mig: ,,Linda, þú ert þitt eigið öryggi”. Ég náði einhvern vegin að taka það alveg inn og átta mig á því að maður missir í raun aldrei öryggi ef maður nær að vera sitt eigið öryggi. Líf mitt hefur aldrei verið eins gott og núna og þetta var hluti af þeirri vegferð.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Lindu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira