Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 08:40 Meira en tólf þúsund manns eru sagðit hafa tekið þátt. EPA Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum. Spánn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum.
Spánn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira