Mynd ársins af palestínskum flóttamanni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 15:30 Mynd ársins er af Yazan en á henni má sjá hann setja upp jólaljós í herberginu sínu í Mosfellsbæ. Myndina tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fyrir Heimildina. Mynd/Golli Kjartan Þorbjörnsson og Kristinn Magnússon hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins. Tilkynnt var um valið á viðburði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem stendur opin til 18. maí. Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 202 3 er við fyrstu sýn einföld og kyrrlát. Hún er þó afar táknræn og hlaðin tilfinningu. Myndin sýnir Yazan, ungan flóttamann frá Gaza, þar sem hann skreytir tímabundið athvarf sitt hér á landi með jólaljósum og fána heimalands síns. Myndin kallar fram tilfinningar á borð við hryggð og samkennd og kemur vel til skila stolti hans yfir uppruna sínum og heimili, heimili sem nú er glatað. Höfundur myndar ársins er Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli. Fréttamynd ársins sýnir hina hliðina á einu stærsta fréttamáli ársins, jarðhræringunum á Reykjanesi. Myndin er frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Við sáum margar stórkostlegar myndir frá sjálfum eldunum og eyðileggingunni sem hræringarnar höfðu í för með sér, en sigurmyndin fangar með eftirminnilegum hætti mannlegu hliðina, hvernig samfélagið varð þéttara og fólk sýndi hvert öðru stuðning á erfiðum tíma. Höfundur fréttamyndar ársins er Kristinn Magnússon. Fréttamynd ársins eftir Kristinn Magnússon á Morgunblaðinu. Mynd/Kristinn Magnússon Fram kemur í tilkynningu um valið að dómnefndarstörf hafi farið fram í byrjun febrúar en í ár skipuðu dómnefndina Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson, sem jafnframt er formaður, Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Ljósmyndarar Vísis og Stundarinnar verðlaunaðir Hörður Sveinsson tók ljósmynd ársins af móðurinni Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sínar Heklu og Ingveldi. Verðlaunin fyrir myndir ársins 2022 voru afhentar í dag. 29. apríl 2023 15:31 Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2. apríl 2022 17:39 Blaðamyndir ársins 2020 Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, auk myndar ársins. 6. febrúar 2021 15:00 Bestu myndir ársins 2019 Í dag voru afhent verðlaun fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 9. maí 2020 16:08 Ljósmyndir ársins 2018 Sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði í Smáralind í dag. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. 23. mars 2019 17:25 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 202 3 er við fyrstu sýn einföld og kyrrlát. Hún er þó afar táknræn og hlaðin tilfinningu. Myndin sýnir Yazan, ungan flóttamann frá Gaza, þar sem hann skreytir tímabundið athvarf sitt hér á landi með jólaljósum og fána heimalands síns. Myndin kallar fram tilfinningar á borð við hryggð og samkennd og kemur vel til skila stolti hans yfir uppruna sínum og heimili, heimili sem nú er glatað. Höfundur myndar ársins er Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli. Fréttamynd ársins sýnir hina hliðina á einu stærsta fréttamáli ársins, jarðhræringunum á Reykjanesi. Myndin er frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Við sáum margar stórkostlegar myndir frá sjálfum eldunum og eyðileggingunni sem hræringarnar höfðu í för með sér, en sigurmyndin fangar með eftirminnilegum hætti mannlegu hliðina, hvernig samfélagið varð þéttara og fólk sýndi hvert öðru stuðning á erfiðum tíma. Höfundur fréttamyndar ársins er Kristinn Magnússon. Fréttamynd ársins eftir Kristinn Magnússon á Morgunblaðinu. Mynd/Kristinn Magnússon Fram kemur í tilkynningu um valið að dómnefndarstörf hafi farið fram í byrjun febrúar en í ár skipuðu dómnefndina Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson, sem jafnframt er formaður, Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Ljósmyndarar Vísis og Stundarinnar verðlaunaðir Hörður Sveinsson tók ljósmynd ársins af móðurinni Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sínar Heklu og Ingveldi. Verðlaunin fyrir myndir ársins 2022 voru afhentar í dag. 29. apríl 2023 15:31 Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2. apríl 2022 17:39 Blaðamyndir ársins 2020 Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, auk myndar ársins. 6. febrúar 2021 15:00 Bestu myndir ársins 2019 Í dag voru afhent verðlaun fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 9. maí 2020 16:08 Ljósmyndir ársins 2018 Sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði í Smáralind í dag. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. 23. mars 2019 17:25 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ljósmyndarar Vísis og Stundarinnar verðlaunaðir Hörður Sveinsson tók ljósmynd ársins af móðurinni Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sínar Heklu og Ingveldi. Verðlaunin fyrir myndir ársins 2022 voru afhentar í dag. 29. apríl 2023 15:31
Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2. apríl 2022 17:39
Blaðamyndir ársins 2020 Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, auk myndar ársins. 6. febrúar 2021 15:00
Bestu myndir ársins 2019 Í dag voru afhent verðlaun fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 9. maí 2020 16:08
Ljósmyndir ársins 2018 Sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði í Smáralind í dag. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. 23. mars 2019 17:25