Marta hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 16:00 Marta hefur skorað 17 mörk í úrslitakeppni HM kvenna eða fleiri en allar aðrar knattspyrnukonur. Getty/Zhizhao Wu Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum. Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira