Marta hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 16:00 Marta hefur skorað 17 mörk í úrslitakeppni HM kvenna eða fleiri en allar aðrar knattspyrnukonur. Getty/Zhizhao Wu Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum. Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira