Marta hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 16:00 Marta hefur skorað 17 mörk í úrslitakeppni HM kvenna eða fleiri en allar aðrar knattspyrnukonur. Getty/Zhizhao Wu Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum. Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira