Mbappé skoraði tvö og lagði upp annað í sigri kvöldsins. Ousmané Dembélé skoraði hin tvö mörkin fyrir Parísarliðið.
PSG er með 69 stig eftir 30 leiki á toppi deildarinnar. Monaco og Lille koma þar á eftir en þau lið mætast innbyrðis í kvöld.
Vinni Monaco, liðið í öðru sæti, leikinn ekki er titillinn Parísarmanna þar sem bilið milli liðanna eftir sigur PSG er 14 stig en aðeins tólf stig í pottinum eftir leik kvöldsins.