Gæti krafist þess að El Clásico verði endurtekinn vegna draugamarks Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 14:00 Lamine Yamal virtist hafa komið Barcelona yfir gegn Real Madrid í gær, í 2-1, en svo var ekki. Getty/Mateo Villalba Joan Laporta, forseti Barcelona, er hundóánægður eftir 3-2 tapið gegn Real Madrid í El Clásico, stærsta leik tímabilsins í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann gæti krafist þess að leikurinn verði spilaður upp á nýtt. Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir.
Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira