Hamilton segir enn langt í það að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 11:30 Lewis Hamilton er á síðasta tímabili með Mercedes því hann keyrir fyrir Ferrari á næsta tímabili. Getty/Bryn Lennon Lewis Hamilton ætlar sér að keppa í formúlu 1 langt inn á fimmtugsaldurinn. Hann tekur Spánverjann Fernando Alonso sér til fyrirmyndar. Hamilton þreytti frumraun sína í formúlunni árið 2007 en fyrsta keppni Alonso var árið 2001. Þeir eru báðir í eldlínunni í dag og Alonso var að framlengja samning sinn við Aston Martin til 2026 en verður þá orðinn 45 ára. Hamilton heldur upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári en þá mun hann byrja nýjan kafla á ferli sínum sem ökumaður Ferrari. Hann gerði tveggja ára samning við Ferrari liðið. „Ég er ekki elsti ökumaðurinn hérna. Ég á eftir að keppa í dágóðan tíma til viðbótar og það er því gott að Alonso sé hérna enn,“ sagði Lewis Hamilton. Kínverski kappaksturinn er um helgina en það er fimmta keppni tímabilsins. Read more on his plans to race 'well into' his 40s https://t.co/a8tRQEChwd— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 „Fernando er einn af bestu ökumaðurinn sem við höfðu átt og það að hann haldi áfram að vera með okkur sýnir bara hvað er mögulegt. Það sýnir líka nýtt tímabil hjá íþróttafólki, hvað líkaminn getur gert og gert lengi ef það er hugsað vel um hann,“ sagði Hamilton. „Ég hélt aldrei að ég myndi vera enn að keppa á fimmtugsaldri og er nokkuð viss um að ég hafi sagt að ég ætlaði ekki að gera það. Þetta líf er bara svo heillandi. Mér líður ekki eins og ég sé fertugur og líður bara mjög vel“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en vann sinn síðasta titil árið 2020. Hann varð annar 2021, sjötti 2022 og þriðji í fyrra. Hann er eins og er í níunda sætinu á þessu tímabili. Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton þreytti frumraun sína í formúlunni árið 2007 en fyrsta keppni Alonso var árið 2001. Þeir eru báðir í eldlínunni í dag og Alonso var að framlengja samning sinn við Aston Martin til 2026 en verður þá orðinn 45 ára. Hamilton heldur upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári en þá mun hann byrja nýjan kafla á ferli sínum sem ökumaður Ferrari. Hann gerði tveggja ára samning við Ferrari liðið. „Ég er ekki elsti ökumaðurinn hérna. Ég á eftir að keppa í dágóðan tíma til viðbótar og það er því gott að Alonso sé hérna enn,“ sagði Lewis Hamilton. Kínverski kappaksturinn er um helgina en það er fimmta keppni tímabilsins. Read more on his plans to race 'well into' his 40s https://t.co/a8tRQEChwd— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 „Fernando er einn af bestu ökumaðurinn sem við höfðu átt og það að hann haldi áfram að vera með okkur sýnir bara hvað er mögulegt. Það sýnir líka nýtt tímabil hjá íþróttafólki, hvað líkaminn getur gert og gert lengi ef það er hugsað vel um hann,“ sagði Hamilton. „Ég hélt aldrei að ég myndi vera enn að keppa á fimmtugsaldri og er nokkuð viss um að ég hafi sagt að ég ætlaði ekki að gera það. Þetta líf er bara svo heillandi. Mér líður ekki eins og ég sé fertugur og líður bara mjög vel“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en vann sinn síðasta titil árið 2020. Hann varð annar 2021, sjötti 2022 og þriðji í fyrra. Hann er eins og er í níunda sætinu á þessu tímabili.
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira