Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá Kylian Mbappe spila á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Visionhaus Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans. Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM. Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM.
Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira