„Eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 11:31 Tónlistarmaðurinn Trausti var að gefa út lagið Gömul tár. Aðsend „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað,“ segir tónlistarmaðurinn Trausti. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið Gömul tár. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Trausti - Gömul tár Tónlistin öflugt verkfæri fyrir tilfinningar Trausti byrjaði að fikta í tónlist í kringum fjórtán ára aldurinn eftir að bróðir hans kynnti hann fyrir tónlistarforriti. „Árið 2016 byrjaði ég síðan að semja tónlist ásamt Birki Leó og Guðmundi Sverris vinum mínum. Þeir hjálpuðu mér að taka mín fyrstu skref í tónlistinni og kenndu mér helling.“ Trausti er óhræddur við berskjöldun í sinni textasmíð. „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað. Það að geta samið verk sem nær utan um það hvernig mér líður hjálpaði mér að opna á hluti sem ég var búin að birgja innra með mér lengi. Tónlistin hefur hjálpað mér mikið með að geta tjáð mig um erfiðar tilfinningar og erfiða tíma sem endurspeglast í textunum mínum. Þótt mikið af þessum textum muni líklega aldrei líta dagsins ljós finnst mér samt mikilvægt að rita þá niður.“ Trausti er óhræddur við erfiðar tilfinningar í textum sínum. Aðsend Vann mikið í sjálfum sér Trausti tók sér langa pásu frá tónlist en fékk svo hugmynd að laginu Gömul tár. „Ég breytti um umhverfi, vann mikið í sjálfum mér og kom mér á betri stað en ég var á fyrir nokkrum árum. Lagið fjallar um að gefa lífinu tíma og sjálfum sér líka. Það eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur. Lífið er enginn dans á rósum eins og ég hef heyrt.“ Strákarnir skutu myndbandið í Grenivík. Aðsend Hann segist strax hafa vitað að hann vildi gera tónlistarmyndband við lagið og vann það ásamt Ívari Fannari og Sindra Jó. „Mig langaði til þess að koma laginu í myndrænt form og sýna fegurð náttúrunnar í Grenivík. Við pökkuðum í bílinn og lögðum af stað með nokkur ljós, myndavél og auka fatnað fyrir komandi daga. Aðal pælingin á bak við myndbandið var alltaf mínímalismi, einföld en falleg skot og enginn töffaraskapur, bara vera við sjálfir.“ Teymið á bak við tjöldin. Aðsend Listræna hliðin skín í gegn Lagið er pródúserað og mixað af Hauki Páli og Matthíasi Moon. Haukur Páll segir að þetta hafi gengið mjög smurt fyrir sig. „Við Matti höfðum verið í stúdíóinu að vinna í taktinum og degi síðar kom Trausti og vildi gera lag út frá texta sem þurfti frekar hraðan popo/hip hop takt. Ég sýndi honum verk gærdagsins sem var svo heppilega einmitt það sem hann leitaðist eftir. Við erum ekki bundnir neinni ákveðni tegund eða stefnu í tónlist svo listræna hliðin fær gjörsamlega að skína í hvert skipti sem við vinnum saman,“ segir Haukur Páll. Strákarnir í stúdíóinu. Aðsend Trausti vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist en það eru nú þegar komin nokkur næstum því kláruð lög á lager sem honum þykir mjög vænt um. Sömuleiðis stefnir hann á plötuútgáfu á næsta ári. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Trausti - Gömul tár Tónlistin öflugt verkfæri fyrir tilfinningar Trausti byrjaði að fikta í tónlist í kringum fjórtán ára aldurinn eftir að bróðir hans kynnti hann fyrir tónlistarforriti. „Árið 2016 byrjaði ég síðan að semja tónlist ásamt Birki Leó og Guðmundi Sverris vinum mínum. Þeir hjálpuðu mér að taka mín fyrstu skref í tónlistinni og kenndu mér helling.“ Trausti er óhræddur við berskjöldun í sinni textasmíð. „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað. Það að geta samið verk sem nær utan um það hvernig mér líður hjálpaði mér að opna á hluti sem ég var búin að birgja innra með mér lengi. Tónlistin hefur hjálpað mér mikið með að geta tjáð mig um erfiðar tilfinningar og erfiða tíma sem endurspeglast í textunum mínum. Þótt mikið af þessum textum muni líklega aldrei líta dagsins ljós finnst mér samt mikilvægt að rita þá niður.“ Trausti er óhræddur við erfiðar tilfinningar í textum sínum. Aðsend Vann mikið í sjálfum sér Trausti tók sér langa pásu frá tónlist en fékk svo hugmynd að laginu Gömul tár. „Ég breytti um umhverfi, vann mikið í sjálfum mér og kom mér á betri stað en ég var á fyrir nokkrum árum. Lagið fjallar um að gefa lífinu tíma og sjálfum sér líka. Það eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur. Lífið er enginn dans á rósum eins og ég hef heyrt.“ Strákarnir skutu myndbandið í Grenivík. Aðsend Hann segist strax hafa vitað að hann vildi gera tónlistarmyndband við lagið og vann það ásamt Ívari Fannari og Sindra Jó. „Mig langaði til þess að koma laginu í myndrænt form og sýna fegurð náttúrunnar í Grenivík. Við pökkuðum í bílinn og lögðum af stað með nokkur ljós, myndavél og auka fatnað fyrir komandi daga. Aðal pælingin á bak við myndbandið var alltaf mínímalismi, einföld en falleg skot og enginn töffaraskapur, bara vera við sjálfir.“ Teymið á bak við tjöldin. Aðsend Listræna hliðin skín í gegn Lagið er pródúserað og mixað af Hauki Páli og Matthíasi Moon. Haukur Páll segir að þetta hafi gengið mjög smurt fyrir sig. „Við Matti höfðum verið í stúdíóinu að vinna í taktinum og degi síðar kom Trausti og vildi gera lag út frá texta sem þurfti frekar hraðan popo/hip hop takt. Ég sýndi honum verk gærdagsins sem var svo heppilega einmitt það sem hann leitaðist eftir. Við erum ekki bundnir neinni ákveðni tegund eða stefnu í tónlist svo listræna hliðin fær gjörsamlega að skína í hvert skipti sem við vinnum saman,“ segir Haukur Páll. Strákarnir í stúdíóinu. Aðsend Trausti vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist en það eru nú þegar komin nokkur næstum því kláruð lög á lager sem honum þykir mjög vænt um. Sömuleiðis stefnir hann á plötuútgáfu á næsta ári. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira