Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Neymar hafi mætt fullur á æfingar franska liðsins.
Neymar var í sex ár hjá Parísarfélaginu og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Hann fór til Al Hilal í Sádí Arabíu síðasta sumar en missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hafa slitið krossband í leik með landsliðinu.
Blaðamaður L'Equipe segir að undir lok tíma hans hjá PSG hafi Neymar mætt undir áhrifum áfengis á æfingar. Hann er líka sagður hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sína.
À son arrivée au PSG, Kylian Mbappé vouait une vraie admiration pour Neymar. Mais avec le temps, la situation a changé à Paris.
— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 13, 2024
Neymar, anatomie d'une chute : https://t.co/HHaUWxyyyh pic.twitter.com/PHy5WjO0Cu
Neymar er meðal annars sakaður um það í greininni að hafa slegið unglingaliðsleikmanninn Ismael Gharbi þegar hann lá í jörðinni.
Samband Neymars og Kylian Mbappé er sagt hafa verið slæmt. „Í byrjun þá kunni Kylian vel við Neymar en eftir að þeir unnu saman á hverjum degi þá missti hann alla virðingu fyrir honum,“ sagði ónefndur starfsmaður Paris Saint Germain.
Neymar lék 173 leiki fyrir PSG og var með 118 mörk og 77 stoðsendingar í þeim. Það eru fleiri mörk og stoðsendingar en hann afrekaði fyrir Barcelona í 186 leikjum (105 mörk og 76 stoðsendingar).
Neymar var aðeins búinn að spila fimm leiki og skora eitt mark fyrir Al Hilal þegar hann meiddist.