Hélt fram á síðasta dag að framboð Katrínar væri della Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 07:01 Jón Gnarr ætlar sér stóra hluti í forsetakosningunum. Vísir/Ívar Fannar Jón Gnarr segir nýjar dyr hafa opnast í lífi sínu þegar hann uppgötvaði leiklist. Jón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að fram að því hafi hann verið orðinn úrkula vonar um að eitthvað yrði úr honum og að hann gæti yfir höfuð gert eitthvað af viti í lífinu. Hann lét framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta pirra sig. „Ég átti við mikla námserfiðleika að stríða þegar ég var barn. Ég átti mjög erfitt með bæði skrift og stærðfræði. Það sem var erfiðast við þetta var skömmin yfir því að vera ekki eins og manni var sagt að maður ætti að vera. Svo var manni sagt að maður væri heimskur, sem mér fannst bara rangt. Ég varði mig mikið með húmor og gríni. En ég fann mig heldur ekki í íþróttum eins og margir sem ekki finna sig í námi. Ég náði heldur engum árangri í tónlist og það var ekkert að virka. Ég var orðinn úrkula vonar um að þetta líf hefði upp á eitthvað að bjóða fyrir mig sem ég gæti gert. Þangað til að ég fór fyrir algjöra tilviljun í leiklistarklúbb. Ég fann það strax að þetta lék í höndunum á mér og að ég væri betri en önnur sem þarna voru. Það var ekki fyrirhöfn fyrir mig að muna hluti og mér fannst bara eins og ég hefði alltaf átt heima á sviðinu. Ég fylltist hlýju og sjálfsöryggi og þarna opnuðust bara nýjar dyr í lífinu,“ segir Jón. Reglulega sagður latur „Ég hafði ekki áttað mig á því að þessi hurð væri til og það var alveg ótrúlegt að upplifa það að þarna væri eitthvað sem ég gæti orðið góður í. Kennararnir höfðu alltaf verið að hamra því í mig að ég yrði að læra margföldunartöfluna, alveg sama hvað það gekk illla. Það var alltaf verið að segja mér að ég væri latur, heimskur og ábyrgðarlaus, en ég er ekki latur, ekki heimskur og mjög abyrgur. Ég man þegar einn kennarinn sagði við mig þegar ég var 12 ára: „Jón, þú munt aldrei komast neitt áfram í lífinu á fíflaskap.“ Svo kom bara í ljós að það er bara ekki rétt. Það verður að vera rými fyrir það að við séum ólík og förum ólíkar leiðir í lífinu.“ Jón segist í störfum sínum í gegnum tíðina hafa lært að hlusta á innsæið og nota það sem áttavita í flestu sem hann gerir. Fannst Georg of ýktur „Ég hef lært að hlusta á innsæið og fara eftir því. Það er til gamalt íslenskt orð sem er kviðdómur, sem þýðir í raun að fara eftir þeirri tilfininningu sem er í maganum og tengist innsæinu. Mér þykir þetta gott orð og reyni að hlusta sem oftast á minn eigin kviðdóm. Þá leyfi ég hlutum aðeins að meltast og hlusta svo á hvernig þeir setjast í líkamanum. En svo blasir það alls ekkert alltaf við og ég var til dæmis alls ekki sannfærður um Næturvaktina. Ég stórefaðist um að nokkur hefði gaman að þessu. Og mér fannst Georg Bjarnfreðarson of mikið fyrst og að hann væri of ýktur. En þegar kom að Fóstbræðrum var ég aftur á móti alveg handviss um að fólk myndi halda áfram að horfa á það í áratugi. Almennt séð hefur innsæið reynst mér vel og úrskurður míns eigin kviðdóms yfirleitt góður.“ Jón segist ánægður með að hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta og að næstu vikur leggist mjög vel í sig: „Ég sé þetta svolítið eins og að ég sé að keppa í „Ísland Got Talent“. Ég er bara einn af keppendunum og sýni hvað ég hef upp á að bjóða og svo er einhver dómnefnd og aðrir keppendur og við leggjum það sem við höfum að bjóða undir dómnefndina. Að vísu er einn keppandi þarna sem kemur inn á aðeins öðrum forsendum en við hin og er með ákveðið forskot, en ég þarf bara að sætta mig við það,“ segir Jón, sem á þar við Katrínu Jakobsdóttur. Ekki sanngjarnt Hann segist allt fram á síðasta dag ekki hafa trúað því að hún myndi bjóða sig fram til embættisins: „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrýtið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt. Þetta sé svona eins og að það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætir bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákveður að vera með og er með þjálfara, nuddara og lækni með sér sem við hin höfum ekki. Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt.“ Í þættinum ræðir Jón um málskotsréttinn og hvaða augum hann lítur þá hlið forsetaembættisins: „Það er ekki léttvægt að beita þessu ákvæði og eitthvað sem þarf að taka alvarlega. En í ákveðnum aðstæðum er rétt að beita þessu synjunarvaldi og ég held að ég hefði gert það sama og Ólafur Ragnar Grímsson þegar kemur að Icesave samningunum. Undirskriftalistinn var svo fjölmennur og það var nokkuð augljós gjá milli þings og þjóðar. Þó að það sé ekki endilega mín sterka hlið að vera í pólitískum átökum mun ég ekki eiga í neinum vandræðum með að taka stórar ákvarðanir ef þess þarf.“ Erfitt að segja upp fólki Jón ræðir í þættinum um árin sem hann var borgarstjóri. Sem hann segir hafa verið frábæra reynslu, en sumt hafi verið öðruvísi en hann hélt. „Mér fannst stemmningin í Reykjavík orðin ansi súr og stemmningin í stjórnmálunum almennt orðin mjög súr. Ég vissi að ég gæti lagt lóð á vogarskálarnar í að breyta því, en svo var þetta bara mjög þungt þegar til kastanna kom. Fjárhagsstaða borgarinnar og Orkuveitunnar sérstaklega var mjög slæm. Og það var fyrsta annað og þriðja mál sem við vorum að vinna í. Fjármál, tölur og stærðfræði eru ekki mín sterka hlið. Annað sem að lagðist illa í mig var pólitísk togstreita og óvild. Það var mjög skrýtið að finna að það væri fólk þarna úti sem væri einlæglega illa við mig. Fólk í stjórnmálum er kannski vant þessu, en ég hafði fram að þessu meira verið í því að láta fólki líka vel við mig. Mér leið á köflum eins og ég væri að brjóta niður það sem ég hefði verið að byggja upp þegar kom að mannorðinu. Það var líka mjög erfitt að þurfa að fara í niðurskurð og segja upp vinnunni hjá fólki,“ segir Jón og heldur áfram: „En þegar kom að „kreatíva“ hluta þess að vera borgarstjóri og samskiptahlutanum, þá fannst mér ég blómstra og vera mjög öflugur. Þar var ég í essinu mínu, ólíkt því þegar ég átti að vera að takast á við fjárhagsáætlun, niðurskurð eða pólitíska klæki. Forsetaembættið byggir miklu meira á þeim hlutum sem ég er öflugur í og þess vegna myndi það örugglega henta mér miklu betur að vera forseti en borgarstjóri. Ég get alveg tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess þarf, en ég vil ekki þurfa að vera strangi pabbinn í tíma og ótíma.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Jón og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Forsetakosningar 2024 Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ég átti við mikla námserfiðleika að stríða þegar ég var barn. Ég átti mjög erfitt með bæði skrift og stærðfræði. Það sem var erfiðast við þetta var skömmin yfir því að vera ekki eins og manni var sagt að maður ætti að vera. Svo var manni sagt að maður væri heimskur, sem mér fannst bara rangt. Ég varði mig mikið með húmor og gríni. En ég fann mig heldur ekki í íþróttum eins og margir sem ekki finna sig í námi. Ég náði heldur engum árangri í tónlist og það var ekkert að virka. Ég var orðinn úrkula vonar um að þetta líf hefði upp á eitthvað að bjóða fyrir mig sem ég gæti gert. Þangað til að ég fór fyrir algjöra tilviljun í leiklistarklúbb. Ég fann það strax að þetta lék í höndunum á mér og að ég væri betri en önnur sem þarna voru. Það var ekki fyrirhöfn fyrir mig að muna hluti og mér fannst bara eins og ég hefði alltaf átt heima á sviðinu. Ég fylltist hlýju og sjálfsöryggi og þarna opnuðust bara nýjar dyr í lífinu,“ segir Jón. Reglulega sagður latur „Ég hafði ekki áttað mig á því að þessi hurð væri til og það var alveg ótrúlegt að upplifa það að þarna væri eitthvað sem ég gæti orðið góður í. Kennararnir höfðu alltaf verið að hamra því í mig að ég yrði að læra margföldunartöfluna, alveg sama hvað það gekk illla. Það var alltaf verið að segja mér að ég væri latur, heimskur og ábyrgðarlaus, en ég er ekki latur, ekki heimskur og mjög abyrgur. Ég man þegar einn kennarinn sagði við mig þegar ég var 12 ára: „Jón, þú munt aldrei komast neitt áfram í lífinu á fíflaskap.“ Svo kom bara í ljós að það er bara ekki rétt. Það verður að vera rými fyrir það að við séum ólík og förum ólíkar leiðir í lífinu.“ Jón segist í störfum sínum í gegnum tíðina hafa lært að hlusta á innsæið og nota það sem áttavita í flestu sem hann gerir. Fannst Georg of ýktur „Ég hef lært að hlusta á innsæið og fara eftir því. Það er til gamalt íslenskt orð sem er kviðdómur, sem þýðir í raun að fara eftir þeirri tilfininningu sem er í maganum og tengist innsæinu. Mér þykir þetta gott orð og reyni að hlusta sem oftast á minn eigin kviðdóm. Þá leyfi ég hlutum aðeins að meltast og hlusta svo á hvernig þeir setjast í líkamanum. En svo blasir það alls ekkert alltaf við og ég var til dæmis alls ekki sannfærður um Næturvaktina. Ég stórefaðist um að nokkur hefði gaman að þessu. Og mér fannst Georg Bjarnfreðarson of mikið fyrst og að hann væri of ýktur. En þegar kom að Fóstbræðrum var ég aftur á móti alveg handviss um að fólk myndi halda áfram að horfa á það í áratugi. Almennt séð hefur innsæið reynst mér vel og úrskurður míns eigin kviðdóms yfirleitt góður.“ Jón segist ánægður með að hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta og að næstu vikur leggist mjög vel í sig: „Ég sé þetta svolítið eins og að ég sé að keppa í „Ísland Got Talent“. Ég er bara einn af keppendunum og sýni hvað ég hef upp á að bjóða og svo er einhver dómnefnd og aðrir keppendur og við leggjum það sem við höfum að bjóða undir dómnefndina. Að vísu er einn keppandi þarna sem kemur inn á aðeins öðrum forsendum en við hin og er með ákveðið forskot, en ég þarf bara að sætta mig við það,“ segir Jón, sem á þar við Katrínu Jakobsdóttur. Ekki sanngjarnt Hann segist allt fram á síðasta dag ekki hafa trúað því að hún myndi bjóða sig fram til embættisins: „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrýtið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt. Þetta sé svona eins og að það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætir bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákveður að vera með og er með þjálfara, nuddara og lækni með sér sem við hin höfum ekki. Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt.“ Í þættinum ræðir Jón um málskotsréttinn og hvaða augum hann lítur þá hlið forsetaembættisins: „Það er ekki léttvægt að beita þessu ákvæði og eitthvað sem þarf að taka alvarlega. En í ákveðnum aðstæðum er rétt að beita þessu synjunarvaldi og ég held að ég hefði gert það sama og Ólafur Ragnar Grímsson þegar kemur að Icesave samningunum. Undirskriftalistinn var svo fjölmennur og það var nokkuð augljós gjá milli þings og þjóðar. Þó að það sé ekki endilega mín sterka hlið að vera í pólitískum átökum mun ég ekki eiga í neinum vandræðum með að taka stórar ákvarðanir ef þess þarf.“ Erfitt að segja upp fólki Jón ræðir í þættinum um árin sem hann var borgarstjóri. Sem hann segir hafa verið frábæra reynslu, en sumt hafi verið öðruvísi en hann hélt. „Mér fannst stemmningin í Reykjavík orðin ansi súr og stemmningin í stjórnmálunum almennt orðin mjög súr. Ég vissi að ég gæti lagt lóð á vogarskálarnar í að breyta því, en svo var þetta bara mjög þungt þegar til kastanna kom. Fjárhagsstaða borgarinnar og Orkuveitunnar sérstaklega var mjög slæm. Og það var fyrsta annað og þriðja mál sem við vorum að vinna í. Fjármál, tölur og stærðfræði eru ekki mín sterka hlið. Annað sem að lagðist illa í mig var pólitísk togstreita og óvild. Það var mjög skrýtið að finna að það væri fólk þarna úti sem væri einlæglega illa við mig. Fólk í stjórnmálum er kannski vant þessu, en ég hafði fram að þessu meira verið í því að láta fólki líka vel við mig. Mér leið á köflum eins og ég væri að brjóta niður það sem ég hefði verið að byggja upp þegar kom að mannorðinu. Það var líka mjög erfitt að þurfa að fara í niðurskurð og segja upp vinnunni hjá fólki,“ segir Jón og heldur áfram: „En þegar kom að „kreatíva“ hluta þess að vera borgarstjóri og samskiptahlutanum, þá fannst mér ég blómstra og vera mjög öflugur. Þar var ég í essinu mínu, ólíkt því þegar ég átti að vera að takast á við fjárhagsáætlun, niðurskurð eða pólitíska klæki. Forsetaembættið byggir miklu meira á þeim hlutum sem ég er öflugur í og þess vegna myndi það örugglega henta mér miklu betur að vera forseti en borgarstjóri. Ég get alveg tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess þarf, en ég vil ekki þurfa að vera strangi pabbinn í tíma og ótíma.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Jón og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Forsetakosningar 2024 Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira