Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 21:52 John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, ræði við fréttamenn í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01