Uppgjörið: Stjarnan - KR 1-3 | KR-ingum tókst loks að vinna fyrstu tvo Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. apríl 2024 18:32 vísir/Anton KR hrósaði 3-1 sigri þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í annarri umferð Bestu deildar karla. Allt stefndi í jafntefli en tvö mörk undir lokin tryggðu KR annan sigurinn í jafnmörgum leikjum, þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem það tekst. Liðin buðu áhorfendum upp á opinn og spennandi leik frá upphafi. Fyrstu fimmtán mínúturnar sérstaklega, þá var spilað frá einum enda til annars, en hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg færi og það dofnaði aðeins yfir þessu. Ægir Jarl Jónasson kom gestunum svo yfir á 28. mínútu þegar Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, lagði af stað í skógarhlaup. Úthlaupið eitt og sér var reyndar ekkert slæmt, en Árni fipaðist eitthvað og missti boltann furðulega frá sér. Ægir kom í seinni bylgjunni, hirti boltann og setti hann í galopið mark. Eftir markið lifnaði leikurinn við á ný og Stjörnumenn lögðu af stað í leit að jöfnunarmarki. Eftir nokkrar sóknir án árangurs small spilið loks saman á 44. mínútu. Þá tengdu Stjörnumenn saman sendingar upp hægri kantinn, Emil Atlason gaf boltann svo fyrir markið á Helga Fróða sem framlengdi á Örvar Eggertson og hann kom boltanum í markið úr auðveldu færi. Seinni hálfleikurinn var öllu lokaðri en sá fyrri og á tímapunkti virtust bæði lið bara ætla að sætta sig við stig. Það dró ekki til tíðinda fyrr en á 80. mínútu þegar Axel Óskar Andrésson skoraði annað mark gestanna. Markið kom eftir hornspyrnu á fjærstöngina sem Theodór Elmar skallaði aftur inn í teig, Axel Óskar reis hæst og stangaði hann í netið. Benóny Breki Andrésson steig inn á völl í fyrsta sinn á tímabilinu skömmu síðar. Hann rak svo smiðshöggið og gulltryggði gestasigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma eftir góða stungusendingu frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni. Atvik leiksins Skógarhlaup Árna Snæs var alveg hrikalega óheppilegt atvik. Virkaði mjög óöruggur og var óviss hvar teigurinn endaði. Hefði þá frekar bara átt að dúndra boltanum burt en fór sína eigin leið og fékk á sig mark. Öskraði á dómarann eftir á og bað um brot, á hvern eða hvað er óljóst enn. Stjörnur og skúrkar Axel Óskar Andrésson átti frábæran leik í öftustu línu KR og setti svo sigurmarkið. Kraftmikill og kjötaður, afar erfiður viðureignar fyrir bæði sóknarmenn og varnarmenn Stjörnunnar. Jóhann Árni Gunnarsson leysti sína stöðu vel fyrir Stjörnuna. Spilaði sem eini djúpliggjandi miðjumaður liðsins, skilaði fínu varnarframlagi og dreifði boltanum vel. Enginn af fremstu mönnum Stjörnunnar átti frábæran dag, liðið náði oft upp fínu uppspili en þegar boltinn barst í efstu línu gerðist lítið. Árni Snær þarf samt auðvitað að vera valinn skúrkurinn. Spilaði heilt yfir ágætlega en gaf mark með ofboðslega furðulegu úthlaupi. Dómarinn Hinn margumræddi Ívar Orri Kristjánsson var á flautunni í kvöld. Líklega sá dómari deildarinnar sem dregur mesta athygli að sjálfum sér. Gaf Alexi Þór spjald sem undirritaður var ósammála en annars lítið út á hann að setja. Leyfði leiknum að flæða og öll önnur spjöld voru verðskulduð. Stemning og umgjörð Stjarnan stóð vel að fyrsta heimaleik tímabilsins. Dúllubarinn smekkfullur löngu fyrir leik, hamborgar á grillinu og kjötsúpan góða yljaði köldum áhorfendum, sem sneru auðvitað baki í sólina vegna slæmrar stúkuhönnunar en eyðum ekki fleiri orðum í það. Þrátt fyrir fjölmenni og háan trommuslátt barst Stjörnunni ekkert frábær stuðningur. Nánast allir áhorfendur stóðu, beint fyrir framan blaðamannastúkuna, en sungu lítið sem ekkert. Ekki standa ef það er ekki til að syngja. Það var allt annað hjá KR-ingunum, þeir mættu kannski aðeins seint en voru búnir að sötra vel á söngvatni Rauða Ljónsins fyrir leik. Þeir létu vel í sér heyra, bæði með stuðningi til eigins liðs og góðlátlegu gríni sem beindist að Garðbæingum og espti þá aðeins upp. Það hefur heldur betur lifnað yfir KR-ingum miðað við síðasta tímabil. Viðtöl „Stuðningsmennirnir áttu stóran hlut í sigrinum“ Gregg Ryder fer vel af stað í starfi. vísir / anton brink „Ég elskaði þetta. Þéttur fyrri hálfleikur og við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Þeir sköpuðu sér alveg einhver færi en það er bara okkar leikstíll, við skiljum eftir opnanir stundum. Mikil áhætta vissulega, en eins og í dag, mikil og góð verðlaun“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, strax að leik loknum. Hann sagði KR hafa átt sigurinn skilið í kvöld og hrósaði forminu hjá sínum mönnum. „Hundrað prósent, engin spurning. Það sást sérstaklega í seinni hálfleik hvað við höfðum mikla líkamlega yfirburði. Við stríddum þeim og stjórnuðum leiknum, ég var hæstánægður.“ Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem KR tekst að vinna fyrstu tvo leiki mótsins, gleðifréttir fyrir Vesturbæinga sem hafa heldur betur tekið við sér og eru farnir að styðja sitt lið af alvöru afli. „Þetta er frábær byrjun og við þurfum að halda henni áfram. Ég elska að spila fyrir framan þessa áhorfendur okkar, einstök tilfinning og manni leið stundum eins og við værum á heimavelli. Stuðningsmennirnir áttu stóran hlut í sigrinum.“ KR tekur á móti Fram í næstu umferð. Heimavöllur KR-inga er alls ekki í ástandi til að spila á og leikurinn mun því fara fram á AVIS vellinum í Laugardal. Þeir halda ótrauðir áfram þrátt fyrir það. „Nei, það er kannski bara betra fyrir okkur, búnir að vinna tvo útileiki í röð. En við þurfum að mæta einbeittir gegn Fram og eiga góðan leik. Þetta er ekki það sem við kjósum [að spila annars staðar] en svona er þetta bara og við kvörtum ekki“ sagði Gregg Ryder að lokum. „Við ætluðum okkur auðvitað meira en við förum ekki að örvænta úr þessu“ Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Fyrst og fremst svekkjandi. Þetta var skrýtinn leikur, hann var opinn og fram og til baka. Það voru fleiri tæknifeilar en ég átti von á. Þá voru öll mörk þeirra tiltölulega ódýr og það er margt sem við getum gert betur.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, stuttu eftir leik. Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og eru því án stiga. Aðspurður um hvort þetta væru ekki vonbrigði sagði Jökull: „Við ætluðum okkur auðvitað meira en við förum ekki að örvænta úr þessu. Við eigum erfiðan leik næst á móti Val en núna þurfum við bara að þjappa okkur saman og fara vel yfir þetta. Verðum að vera betri fyrir næsta leik“ Jökull var gagnrýninn eftir fyrsta leikinn og kallaði eftir því að menn væru djarfari. „Við þorðum klárlega meira að spila boltanum fram völlinn og gera það meira en í síðasta leik. Við gerðum bara svo mikið af tækni mistökum, rekjum boltann til þeirra og sendum hann í þeirra fætur. Það gerir okkur erfiðara fyrir sóknarlega en klárlega meira hugrekki í spilinu.“ Stjarnan er því án sigurs en telur Jökull að það geti haft áhrif á ungan hóp Stjörnunnar? „Mér fannst ég sjá ágætis sjálftraust í mönnum í dag. Það getur vel verið að mönnum vanti fyrsta sigurinn en núna þurfum við bara að finna leið til þess“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan KR Tengdar fréttir Meira en áratugur síðan KR byrjaði mótið á tveimur sigurleikjum Gregg Ryder getur í kvöld tekist það sem engum þjálfara hjá KR hefur tekist undanfarin ellefu ár. 12. apríl 2024 14:30 KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. 12. apríl 2024 11:08
KR hrósaði 3-1 sigri þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í annarri umferð Bestu deildar karla. Allt stefndi í jafntefli en tvö mörk undir lokin tryggðu KR annan sigurinn í jafnmörgum leikjum, þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem það tekst. Liðin buðu áhorfendum upp á opinn og spennandi leik frá upphafi. Fyrstu fimmtán mínúturnar sérstaklega, þá var spilað frá einum enda til annars, en hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg færi og það dofnaði aðeins yfir þessu. Ægir Jarl Jónasson kom gestunum svo yfir á 28. mínútu þegar Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, lagði af stað í skógarhlaup. Úthlaupið eitt og sér var reyndar ekkert slæmt, en Árni fipaðist eitthvað og missti boltann furðulega frá sér. Ægir kom í seinni bylgjunni, hirti boltann og setti hann í galopið mark. Eftir markið lifnaði leikurinn við á ný og Stjörnumenn lögðu af stað í leit að jöfnunarmarki. Eftir nokkrar sóknir án árangurs small spilið loks saman á 44. mínútu. Þá tengdu Stjörnumenn saman sendingar upp hægri kantinn, Emil Atlason gaf boltann svo fyrir markið á Helga Fróða sem framlengdi á Örvar Eggertson og hann kom boltanum í markið úr auðveldu færi. Seinni hálfleikurinn var öllu lokaðri en sá fyrri og á tímapunkti virtust bæði lið bara ætla að sætta sig við stig. Það dró ekki til tíðinda fyrr en á 80. mínútu þegar Axel Óskar Andrésson skoraði annað mark gestanna. Markið kom eftir hornspyrnu á fjærstöngina sem Theodór Elmar skallaði aftur inn í teig, Axel Óskar reis hæst og stangaði hann í netið. Benóny Breki Andrésson steig inn á völl í fyrsta sinn á tímabilinu skömmu síðar. Hann rak svo smiðshöggið og gulltryggði gestasigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma eftir góða stungusendingu frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni. Atvik leiksins Skógarhlaup Árna Snæs var alveg hrikalega óheppilegt atvik. Virkaði mjög óöruggur og var óviss hvar teigurinn endaði. Hefði þá frekar bara átt að dúndra boltanum burt en fór sína eigin leið og fékk á sig mark. Öskraði á dómarann eftir á og bað um brot, á hvern eða hvað er óljóst enn. Stjörnur og skúrkar Axel Óskar Andrésson átti frábæran leik í öftustu línu KR og setti svo sigurmarkið. Kraftmikill og kjötaður, afar erfiður viðureignar fyrir bæði sóknarmenn og varnarmenn Stjörnunnar. Jóhann Árni Gunnarsson leysti sína stöðu vel fyrir Stjörnuna. Spilaði sem eini djúpliggjandi miðjumaður liðsins, skilaði fínu varnarframlagi og dreifði boltanum vel. Enginn af fremstu mönnum Stjörnunnar átti frábæran dag, liðið náði oft upp fínu uppspili en þegar boltinn barst í efstu línu gerðist lítið. Árni Snær þarf samt auðvitað að vera valinn skúrkurinn. Spilaði heilt yfir ágætlega en gaf mark með ofboðslega furðulegu úthlaupi. Dómarinn Hinn margumræddi Ívar Orri Kristjánsson var á flautunni í kvöld. Líklega sá dómari deildarinnar sem dregur mesta athygli að sjálfum sér. Gaf Alexi Þór spjald sem undirritaður var ósammála en annars lítið út á hann að setja. Leyfði leiknum að flæða og öll önnur spjöld voru verðskulduð. Stemning og umgjörð Stjarnan stóð vel að fyrsta heimaleik tímabilsins. Dúllubarinn smekkfullur löngu fyrir leik, hamborgar á grillinu og kjötsúpan góða yljaði köldum áhorfendum, sem sneru auðvitað baki í sólina vegna slæmrar stúkuhönnunar en eyðum ekki fleiri orðum í það. Þrátt fyrir fjölmenni og háan trommuslátt barst Stjörnunni ekkert frábær stuðningur. Nánast allir áhorfendur stóðu, beint fyrir framan blaðamannastúkuna, en sungu lítið sem ekkert. Ekki standa ef það er ekki til að syngja. Það var allt annað hjá KR-ingunum, þeir mættu kannski aðeins seint en voru búnir að sötra vel á söngvatni Rauða Ljónsins fyrir leik. Þeir létu vel í sér heyra, bæði með stuðningi til eigins liðs og góðlátlegu gríni sem beindist að Garðbæingum og espti þá aðeins upp. Það hefur heldur betur lifnað yfir KR-ingum miðað við síðasta tímabil. Viðtöl „Stuðningsmennirnir áttu stóran hlut í sigrinum“ Gregg Ryder fer vel af stað í starfi. vísir / anton brink „Ég elskaði þetta. Þéttur fyrri hálfleikur og við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Þeir sköpuðu sér alveg einhver færi en það er bara okkar leikstíll, við skiljum eftir opnanir stundum. Mikil áhætta vissulega, en eins og í dag, mikil og góð verðlaun“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, strax að leik loknum. Hann sagði KR hafa átt sigurinn skilið í kvöld og hrósaði forminu hjá sínum mönnum. „Hundrað prósent, engin spurning. Það sást sérstaklega í seinni hálfleik hvað við höfðum mikla líkamlega yfirburði. Við stríddum þeim og stjórnuðum leiknum, ég var hæstánægður.“ Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem KR tekst að vinna fyrstu tvo leiki mótsins, gleðifréttir fyrir Vesturbæinga sem hafa heldur betur tekið við sér og eru farnir að styðja sitt lið af alvöru afli. „Þetta er frábær byrjun og við þurfum að halda henni áfram. Ég elska að spila fyrir framan þessa áhorfendur okkar, einstök tilfinning og manni leið stundum eins og við værum á heimavelli. Stuðningsmennirnir áttu stóran hlut í sigrinum.“ KR tekur á móti Fram í næstu umferð. Heimavöllur KR-inga er alls ekki í ástandi til að spila á og leikurinn mun því fara fram á AVIS vellinum í Laugardal. Þeir halda ótrauðir áfram þrátt fyrir það. „Nei, það er kannski bara betra fyrir okkur, búnir að vinna tvo útileiki í röð. En við þurfum að mæta einbeittir gegn Fram og eiga góðan leik. Þetta er ekki það sem við kjósum [að spila annars staðar] en svona er þetta bara og við kvörtum ekki“ sagði Gregg Ryder að lokum. „Við ætluðum okkur auðvitað meira en við förum ekki að örvænta úr þessu“ Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Fyrst og fremst svekkjandi. Þetta var skrýtinn leikur, hann var opinn og fram og til baka. Það voru fleiri tæknifeilar en ég átti von á. Þá voru öll mörk þeirra tiltölulega ódýr og það er margt sem við getum gert betur.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, stuttu eftir leik. Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og eru því án stiga. Aðspurður um hvort þetta væru ekki vonbrigði sagði Jökull: „Við ætluðum okkur auðvitað meira en við förum ekki að örvænta úr þessu. Við eigum erfiðan leik næst á móti Val en núna þurfum við bara að þjappa okkur saman og fara vel yfir þetta. Verðum að vera betri fyrir næsta leik“ Jökull var gagnrýninn eftir fyrsta leikinn og kallaði eftir því að menn væru djarfari. „Við þorðum klárlega meira að spila boltanum fram völlinn og gera það meira en í síðasta leik. Við gerðum bara svo mikið af tækni mistökum, rekjum boltann til þeirra og sendum hann í þeirra fætur. Það gerir okkur erfiðara fyrir sóknarlega en klárlega meira hugrekki í spilinu.“ Stjarnan er því án sigurs en telur Jökull að það geti haft áhrif á ungan hóp Stjörnunnar? „Mér fannst ég sjá ágætis sjálftraust í mönnum í dag. Það getur vel verið að mönnum vanti fyrsta sigurinn en núna þurfum við bara að finna leið til þess“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan KR Tengdar fréttir Meira en áratugur síðan KR byrjaði mótið á tveimur sigurleikjum Gregg Ryder getur í kvöld tekist það sem engum þjálfara hjá KR hefur tekist undanfarin ellefu ár. 12. apríl 2024 14:30 KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. 12. apríl 2024 11:08
Meira en áratugur síðan KR byrjaði mótið á tveimur sigurleikjum Gregg Ryder getur í kvöld tekist það sem engum þjálfara hjá KR hefur tekist undanfarin ellefu ár. 12. apríl 2024 14:30
KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. 12. apríl 2024 11:08
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti