Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 16:05 Brynjari Níelssyni er margt til lista lagt en telur sig samt ekki vera góðan kandídat í Eurovision kynni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“ Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“
Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12