Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 16:05 Brynjari Níelssyni er margt til lista lagt en telur sig samt ekki vera góðan kandídat í Eurovision kynni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“ Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“
Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12