Kristian Nökkvi útaf í hálfleik þegar Ajax var niðurlægt Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 14:27 Kristian Nökkvi með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty Feyenoord valtaði yfir lið Ajax þegar liðin mættust í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var Willum Þór Willumsson í eldlínunni með Go Ahead Eagles. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni. Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni.
Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira