Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:27 Meira en milljón manns dvelja í frumstæðum tjaldbúðum við borgarmörk Röfu. AP/Atem Ali Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01