Ripley: Listaverk Tom Ripleys fullkomnað Heiðar Sumarliðason skrifar 16. apríl 2024 09:03 Dickie og Tom sækja póst. Skáldsaga Patriciu Highsmith The Talented Mr. Ripley hefur verið sem segull fyrir kvikmyndagerðarfólk allt frá því að hún kom út árið 1955. Nú er það Steven Zailian sem tekst á við Tom, Dickie og Marge í sjónvarpsþáttaformi, en Netflix frumsýndi nýlega þættina átta. Sagan fjallar um Tom Ripley, ungan svikahrapp búsettan í New York. Dag einn kemur einkaspæjari að máli við hann og boðar á fund forríks skipasmíðajöfurs, sá biður Tom um að fara til Ítalíu og sannfæra son sinn, glaumgosann Dickie Greenleaf, um að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þar sem síðasta svikamylla Toms fór út um þúfur er honum nauðugur kostur að þiggja boð auðjöfursins. Ripley sterkur í Regnboganum Kvikmyndaútgáfa Anthony Minghella af sögunni frá árinu 1999 er ein minna eftirlætismynda frá hinum gjöfula tíunda áratugi 20. aldarinnar. Það var því vandkvæðum háð fyrir mig að ákveða hvernig ég ætti að tækla áhorfið og rýnina á þetta framlag Zailian í Ripley kanónuna. Mér varð þó mjög fljótt ljóst að það yrði ekki vandamál, Ripley þáttaröð Zailian er allt önnur skepna en kvikmynd Minghella. Þar sem myndlistin er fyrirferðarmikið stef í þáttaröðinni er ekki úr vegi að líkja þessu við tvo listamenn sem mála mynd af sama hlutnum eða atburðinum, en gera það hvor með sínu nefi. Dæmi um slíkt eru ólíkar útgáfur málaranna Sandro Botticelli og Nicolas Poussin af fæðingu Venusar. Uppruni verkanna er sá sami, en útfærslan ólík: Verk Poussin frá árinu 1635. Útgáfa Botticelli frá 15. öld er einfaldari. Líkt og verk Poussin er útgáfa Minghella barmafull og lífleg, á meðan útgáfur Botticelli og Zailihan eru látlausar og einfaldar. Það er líkt og Ítalía Zaillians sé allt að því mannlaus og með drungann sem hinn svarthvíti litur skapar, verður þessi nýja sjónvarpsútgáfa sögunnar mun kaldari en sólskinsútgáfan frá árinu 1999. Ströndin í kvikmyndinni frá 1999 er þétt setin. Strönd Zaillian er mjög fátækleg. Og talandi um kulda, og svo grimmd, er lögn Zaillians á aðalpersónunum þremur allt önnur en í kvikmynd Minghella. Til að byrja með er Tom Ripley í meðförum Matt Damons eilítill lúði, á meðan Ripley Andrews Scotts er útsmoginn og kaldrifjaður. Sá Dickie Greenleaf sem okkur birtist í meðförum Jude Law árið 1999 ber nafn með rentu, er algjört „dick,“ á meðan Johnny Flynn málar hinn nýja Dickie allt öðrum og sympatískari tónum. Sennilega er breytingin á persónu Marge mest sjokkerandi. Gwyneth Palttow túlkaði hana með sjarma og dass af viðkvæmni, en nú túlkar Dakota Fanning hana sem fjarlæga og kalda. Hér er sannarlega á ferðinni Ripley-inn hans Steven Zailians og ef ekki væri fyrir nöfn persóna og eftirminnileg atvik mætti halda að frumefnið væri hreint ekki það sama og í kvikmyndinni frá 1999. Óvænt vending Áður en ég ýtti á play á fyrsta þætti horfði ég eilítið á The Talented Mr. Ripley kvikmyndina (sem einnig er að finna á Netflix) og gat engan veginn ímyndað mér að þessi nýja þáttaröð gæti staðið myndinni framar. Satt best að segja trúði ég því varla að Zailian ætlaði að aðlaga efnið sem Minghella gerði skil á tveimur tímum og tuttugu mínútum, í tæplega átta klukkustundir og var ekki bjartsýnn. Það gerðust hins vegar undarlegir og óvæntir hlutir meðan á áhorfinu stóð. Til að byrja með átti ég reyndar erfitt með áhorfið, var sífellt að velta fyrir mér hvernig hitt og þetta væri ólíkt því sem ég var vanur og lét ýmsa hluti angra mig; þetta var sannarlega ekki minn Tom Ripley. Hins vegar gerðist það að Ripley þáttaröðin dró mig hægt og rólega inn og án þess að ég tæki eftir því hafði ég bitið á agnið, var ég fastur í önglinum líkt og Dickie við kaðalinn á hafsbotni. Sjónvarpið miðill Zailihans? Ég hef verið mikill aðdáandi handritshöfundarins Steven Zailian allt frá því að hann skrifaði handritið að áhrifamestu kvikmynd sem ég hef séð, Schindler's List (1993). Hann toppaði sig þó árið 2016 með The Night Of, stórkostlegri átta þátta stuttseríu. Því má leiða að því líkum að þetta form henti Zailian fullkomlega. Riz Ahmed og John Turturro áttu báðir stjörnuleik í The Night Of. Þó ég hafi fyrst og fremst litið á hann sem handritshöfund, þá staðfestist hér að hann er einnig yfirburðarleikstjóri. The Night Of var fagmannleg framkvæmd þáttaröð, en hann toppar sig með Ripley, þar sem sérhver rammi og hver ákvörðun sem hann tekur er listaverk. Hann stjórnar öllu eindum frásagnarinnar líkt og hann sé að leiða sinfóníu: styrkleiki, tempó, blæbrigði, innkomur og Hann stjórnar öllu eindum frásagnarinnar líkt og hann sé að leiða sinfóníu: kraftur, tempó, innkomur, túlkun, allt er upp á tíu.túlkun, allt er upp á tíu. Ekki fyrir alla Það er ekki þar með sagt að Ripley sé óumdeild þáttaröð. Mick LeSalle, mjög svo fær gagnrýnandi San Francisco Chronicle, gefur Ripley aðeins eina og hálfa stjörnu, á meðan rýnar The Guardian og Rolling Stone gefa fullt hús. Ég skil vel að einhverjir hafi ekki smekk fyrir Ripley, hún er það sem enskumælandi kalla „niche“ útfærsla á sögunni, á meðan útgáfa Minghella var töluvert hefðbundnari glæpatryllir. Sennilega mun einhverjum þykja Ripley hæg, flöt og dauð (orð fyrrnefnds LeSalle), en þetta fer hins vegar allt eftir smekk fólks, við hverju það býst og hvernig það er stemmt. Að mínu mati heppnast allt sem Zailian ætlar sér; sérhver rammi, sérhver þögn, sérhver hreyfing er þrungin merkingu. Hér er unnið mjög yfirvegað með stemningu og á þeim stundum sem mjög fátt er að gerast á yfirborðinu vinnur Zailian svo ótrúlega vel með hvernig hann teygir úr eftirvæntingu tengdri yfirvofandi óförum, að tíðindaleysi verður þrungið spennu. Hinn eini sanni Riley Eftir að ég lauk við að horfa á lokaþáttinn, gerði ég mér það að leik að taka upp þráðinn þar sem ég hætti að horfa á The Talented Mr. Ripley. Þar gerðust þau undir og stórmerki að mér þótti þessar persónur í meðförum Matt Damon, Jude Law og Gwyneth Paltrow rammskakkar. Ekki aðeins það, heldur þótti mér öll kvikmyndataka og sviðsetningar kauðalegar í samanburði við þá natni sem Zailihan sýndi hverjum ramma og augnabliki. Ripley frá Netflix og Steven Zailian hefur því tekið yfir í mínum huga sem hinn eini sanni hæfileikaríki herra Ripley. Niðurstaða: Ripley höfðar sennilega ekki til allra, en allt sem handritshöfundurinn og leikstjórinn Steven Zailian leggur upp með heppnast fullkomlega og fær hann því fullt hús fyrir afraksturinn. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Sagan fjallar um Tom Ripley, ungan svikahrapp búsettan í New York. Dag einn kemur einkaspæjari að máli við hann og boðar á fund forríks skipasmíðajöfurs, sá biður Tom um að fara til Ítalíu og sannfæra son sinn, glaumgosann Dickie Greenleaf, um að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þar sem síðasta svikamylla Toms fór út um þúfur er honum nauðugur kostur að þiggja boð auðjöfursins. Ripley sterkur í Regnboganum Kvikmyndaútgáfa Anthony Minghella af sögunni frá árinu 1999 er ein minna eftirlætismynda frá hinum gjöfula tíunda áratugi 20. aldarinnar. Það var því vandkvæðum háð fyrir mig að ákveða hvernig ég ætti að tækla áhorfið og rýnina á þetta framlag Zailian í Ripley kanónuna. Mér varð þó mjög fljótt ljóst að það yrði ekki vandamál, Ripley þáttaröð Zailian er allt önnur skepna en kvikmynd Minghella. Þar sem myndlistin er fyrirferðarmikið stef í þáttaröðinni er ekki úr vegi að líkja þessu við tvo listamenn sem mála mynd af sama hlutnum eða atburðinum, en gera það hvor með sínu nefi. Dæmi um slíkt eru ólíkar útgáfur málaranna Sandro Botticelli og Nicolas Poussin af fæðingu Venusar. Uppruni verkanna er sá sami, en útfærslan ólík: Verk Poussin frá árinu 1635. Útgáfa Botticelli frá 15. öld er einfaldari. Líkt og verk Poussin er útgáfa Minghella barmafull og lífleg, á meðan útgáfur Botticelli og Zailihan eru látlausar og einfaldar. Það er líkt og Ítalía Zaillians sé allt að því mannlaus og með drungann sem hinn svarthvíti litur skapar, verður þessi nýja sjónvarpsútgáfa sögunnar mun kaldari en sólskinsútgáfan frá árinu 1999. Ströndin í kvikmyndinni frá 1999 er þétt setin. Strönd Zaillian er mjög fátækleg. Og talandi um kulda, og svo grimmd, er lögn Zaillians á aðalpersónunum þremur allt önnur en í kvikmynd Minghella. Til að byrja með er Tom Ripley í meðförum Matt Damons eilítill lúði, á meðan Ripley Andrews Scotts er útsmoginn og kaldrifjaður. Sá Dickie Greenleaf sem okkur birtist í meðförum Jude Law árið 1999 ber nafn með rentu, er algjört „dick,“ á meðan Johnny Flynn málar hinn nýja Dickie allt öðrum og sympatískari tónum. Sennilega er breytingin á persónu Marge mest sjokkerandi. Gwyneth Palttow túlkaði hana með sjarma og dass af viðkvæmni, en nú túlkar Dakota Fanning hana sem fjarlæga og kalda. Hér er sannarlega á ferðinni Ripley-inn hans Steven Zailians og ef ekki væri fyrir nöfn persóna og eftirminnileg atvik mætti halda að frumefnið væri hreint ekki það sama og í kvikmyndinni frá 1999. Óvænt vending Áður en ég ýtti á play á fyrsta þætti horfði ég eilítið á The Talented Mr. Ripley kvikmyndina (sem einnig er að finna á Netflix) og gat engan veginn ímyndað mér að þessi nýja þáttaröð gæti staðið myndinni framar. Satt best að segja trúði ég því varla að Zailian ætlaði að aðlaga efnið sem Minghella gerði skil á tveimur tímum og tuttugu mínútum, í tæplega átta klukkustundir og var ekki bjartsýnn. Það gerðust hins vegar undarlegir og óvæntir hlutir meðan á áhorfinu stóð. Til að byrja með átti ég reyndar erfitt með áhorfið, var sífellt að velta fyrir mér hvernig hitt og þetta væri ólíkt því sem ég var vanur og lét ýmsa hluti angra mig; þetta var sannarlega ekki minn Tom Ripley. Hins vegar gerðist það að Ripley þáttaröðin dró mig hægt og rólega inn og án þess að ég tæki eftir því hafði ég bitið á agnið, var ég fastur í önglinum líkt og Dickie við kaðalinn á hafsbotni. Sjónvarpið miðill Zailihans? Ég hef verið mikill aðdáandi handritshöfundarins Steven Zailian allt frá því að hann skrifaði handritið að áhrifamestu kvikmynd sem ég hef séð, Schindler's List (1993). Hann toppaði sig þó árið 2016 með The Night Of, stórkostlegri átta þátta stuttseríu. Því má leiða að því líkum að þetta form henti Zailian fullkomlega. Riz Ahmed og John Turturro áttu báðir stjörnuleik í The Night Of. Þó ég hafi fyrst og fremst litið á hann sem handritshöfund, þá staðfestist hér að hann er einnig yfirburðarleikstjóri. The Night Of var fagmannleg framkvæmd þáttaröð, en hann toppar sig með Ripley, þar sem sérhver rammi og hver ákvörðun sem hann tekur er listaverk. Hann stjórnar öllu eindum frásagnarinnar líkt og hann sé að leiða sinfóníu: styrkleiki, tempó, blæbrigði, innkomur og Hann stjórnar öllu eindum frásagnarinnar líkt og hann sé að leiða sinfóníu: kraftur, tempó, innkomur, túlkun, allt er upp á tíu.túlkun, allt er upp á tíu. Ekki fyrir alla Það er ekki þar með sagt að Ripley sé óumdeild þáttaröð. Mick LeSalle, mjög svo fær gagnrýnandi San Francisco Chronicle, gefur Ripley aðeins eina og hálfa stjörnu, á meðan rýnar The Guardian og Rolling Stone gefa fullt hús. Ég skil vel að einhverjir hafi ekki smekk fyrir Ripley, hún er það sem enskumælandi kalla „niche“ útfærsla á sögunni, á meðan útgáfa Minghella var töluvert hefðbundnari glæpatryllir. Sennilega mun einhverjum þykja Ripley hæg, flöt og dauð (orð fyrrnefnds LeSalle), en þetta fer hins vegar allt eftir smekk fólks, við hverju það býst og hvernig það er stemmt. Að mínu mati heppnast allt sem Zailian ætlar sér; sérhver rammi, sérhver þögn, sérhver hreyfing er þrungin merkingu. Hér er unnið mjög yfirvegað með stemningu og á þeim stundum sem mjög fátt er að gerast á yfirborðinu vinnur Zailian svo ótrúlega vel með hvernig hann teygir úr eftirvæntingu tengdri yfirvofandi óförum, að tíðindaleysi verður þrungið spennu. Hinn eini sanni Riley Eftir að ég lauk við að horfa á lokaþáttinn, gerði ég mér það að leik að taka upp þráðinn þar sem ég hætti að horfa á The Talented Mr. Ripley. Þar gerðust þau undir og stórmerki að mér þótti þessar persónur í meðförum Matt Damon, Jude Law og Gwyneth Paltrow rammskakkar. Ekki aðeins það, heldur þótti mér öll kvikmyndataka og sviðsetningar kauðalegar í samanburði við þá natni sem Zailihan sýndi hverjum ramma og augnabliki. Ripley frá Netflix og Steven Zailian hefur því tekið yfir í mínum huga sem hinn eini sanni hæfileikaríki herra Ripley. Niðurstaða: Ripley höfðar sennilega ekki til allra, en allt sem handritshöfundurinn og leikstjórinn Steven Zailian leggur upp með heppnast fullkomlega og fær hann því fullt hús fyrir afraksturinn.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira