Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2024 13:04 Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem hvetur fólk til að mæta í afmælisveisluna í dag. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira