Liðsfélagarnir fremstir eftir tímatökur í Japan Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 10:31 Sergio Perez og Max Verstappen sultuslakir í Japan. Vísir/Getty Max Verstappen verður á ráspól þegar Formúlu 1 keppnin í Japan fer fram í nótt. Kappaksturinn í nótt verður sýndur beint á Vodafone Sport. Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30. Akstursíþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30.
Akstursíþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira