Liðsfélagarnir fremstir eftir tímatökur í Japan Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 10:31 Sergio Perez og Max Verstappen sultuslakir í Japan. Vísir/Getty Max Verstappen verður á ráspól þegar Formúlu 1 keppnin í Japan fer fram í nótt. Kappaksturinn í nótt verður sýndur beint á Vodafone Sport. Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30. Akstursíþróttir Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira