Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 11:21 Íbúar Gasa skoða einn af bílnum sem árás var gerð á. AP/Abdel Kareem Hana Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira