Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:01 Kim ásamt syni sínum Finni á Playa del Duque ströndinni á Tenerife. Blik „Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu. „Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik
Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira