Sítrónu- og mangóískaka
Botninn
1 bolli möndlumjöl
½ bolli valhnetur
½ bolli kókosmjöl
2 bollar döðlur steinlausar
1 tsk. vatn
Börkur af einni lífrænni appelsínu
Aðferð
Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél þar til blandan er orðin að klístruðu deigi.
Pressið niður í bökunarform (Jana setur filmu undir svo auðveldara sá að ná botninum upp úr forminu).
Frystið meðan þið gerið kremið.

Sítrónu- og mangókrem
Hráefni
100 g kasjúhnetur í bleyti í um klukkustund (hellið svo vatninu af)
½ bolli vanillu- og kókos hafrajógúrt frá Veru
100 g mangó frosið eða ferskt
4 msk. sítrónu safi
2 msk. sítrónubörkur
3 msk. fljótandi kókosolía
50 ml hlynsíróp eða sæta af eigi vali
Aðferð
Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél þar til þetta er orðið flauelsmjúk krem og hellið yfir botninn.
Frystið yfir nótt.
Skreytið með ristuðum kókosflögum og jafnvel ferskum blönduðum berjum að eigin vali.
Sniðugt að skera í passlega sneiðar og frysta þannig og geta tekið út hæfilegt magn hverju sinni.