Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:01 Max Verstappen er afar sigursæll ökumaður. Sá besti í Formúlu 1 þessi dægrin. Vísir/Getty Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum. Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum.
Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira