Eftir þennan sigur Barcelona eru þær komnar með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar. Það stefnir því í að liðið vinni spænsku deildina fimmta árið í röð.
Barcelona hefur unnið fjórtán El Clasico leiki í röð síðan að Real Madrid gleypti kvennalið CD Tacon árið 2020.
Hansen átti þátt í fyrsta markinu sem Fridolina Rolfö skoraði, átti stoðsendinguna á Aitana Bonmatí í öðru markinu og skoraði síðan það þriðja sjálf.
Markið og stoðsendingin þýða að Hansen er nú komin með 26 mörk og 25 stoðsendingar á tímabilinu í 29 leikjum í öllum keppnum. 51 skapað mark í 29 leik eða 1,75 sköpuð mörk að meðaltali í leik.
Hansen er 29 ára gömul og hefur spilað með Barcelona frá árinu 2019. Liðið hefur unnið spænsku deildina öll tímabil hennar með liðinu og Meistaradeildina tvisvar sinnum.
Norski knattspyrnusérfræðingurinn Carl-Erik Torp heldur því fram að hún sé besta fótboltakona heims í dag.
Barcelona getur tryggt sig áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar með sigri á Brann í seinni leik liðanna en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1 í Noregi.
Liðið á enn möguleika á þrennunni því liðið er komið í úrslitaleik spænska bikarsins.