Drakk 25 bjóra á dag Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:15 Jóannes Bjartalíð í landsleik gegn Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja fyrir Færeyjar. Getty/Adam Nurkiewicz Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt. Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt.
Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira