Getur ekki keppt í formúlu 1 af því að liðið gaf öðrum bílinn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 14:30 Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins. Getty/Peter Fox Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira