Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 10:01 Albert Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. AP/Darko Vojinovic Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira