„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:27 Guðmundur Þórarinsson spilaði vel fyrir íslenska liðið í kvöld. Vísir Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. „Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira
„Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Sjá meira