Fótbolti

Úkraína mætir Ís­landi í úr­slita­leiknum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Artem Dovbyk fagnar sigurmarkinu
Artem Dovbyk fagnar sigurmarkinu Srdjan Stevanovic - UEFA/UEFA via Getty Image

Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi.

Úkraína fór með sigur af hólmi í umspilsleik gegn Bosníu sem fór fram á Bilino Polje leikvanginum í Zenica í Bosníu/Hersegóvínu. 

Úkraínumaðurinn Mykola Matviyenko gerðist svo óheppinn á 56. mínútu að setja boltann í eigið net og koma Bosníumönnum yfir í leiknum. 

En samlandar hans stigu upp seint í seinni hálfleik. Varamaðurinn Roman Yaremchuk jafnaði metin á 85. mínútu og gaf svo stoðsendingu á Artem Dovbyk í sigurmarkinu á 88. mínútu. 

Leikur Úkraínu og Íslands fer fram næsta þriðjudag, 26. mars klukkan 19:45 og verður að sjálfsögðu í opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Fyrirfram var ákveðið að tapliðið, Bosnía, muni mæta hinu tapliðinu, Ísrael, í æfingaleik á sama tíma.  

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.


Tengdar fréttir

Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið

Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 

Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×