Vill hafa sérstakar gætur á Blikabana í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 11:01 Eran Zahavi (lengst til hægri á mynd), markahrókur Ísraela, skoraði á Kópavogsvelli í vetur í leik sem mótmælendur með fána Palestínu settu sterkan svip á. vísir/Anton Það er ekki mikið um heimsþekkt nöfn í landsliði Ísraela, ekki frekar en því íslenska, en landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill að sínir menn hafi sérstakar gætur á 36 ára gömlum framherja mótherjanna í Búdapest í kvöld. Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byggir á leiknum við Portúgal „Planið er að vera vel skipulagðir,“ segir Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson úti í Búdapest. „Við mættum mjög erfiðum mótherjum í síðasta leik undakeppninnar í Portúgal (í nóvember), og munum halda okkur við sama leikskipulag. Ég held að leikmönnunum líði best í þeirri uppstillingu. Við verðum að vinna saman, ekki gera nein kjánaleg mistök sem gefa auðveld mörk, og reyna að vera skipulagðir allar níutíu mínúturnar,“ segir Hareide. Leikurinn gæti þó orðið 120 mínútur og úrslitin jafnvel ráðist í vítaspyrnukeppni. „Hann er gamall en veit hvar markið er“ Spurður út í ísraelsku andstæðingana nefndi Norðmaðurinn sérstaklega hinn 36 ára gamla Eran Zahavi, framherja Maccabi Tel Aviv, sem skorað hefur 34 mörk í aðeins 73 landsleikjum. Hann er framherji Maccabi Tel Aviv og skoraði í báðum leikjum liðsins gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur. „Ef þeir fá pláss til að spila þá gera þeir það og nýta sér slík tækifæri. Þeir eru með mikinn markaskorara í Zahavi, hann er stórt nafn í hópnum. Hann er gamall en veit hvar markið er. Við verðum að hafa gætur á honum. En fyrst og fremst þurfum við að vera við sjálfir, og reyna að efla hvern leikmann til að eiga góðan leik. Það er það eina sem við getum gert, vera skipulagðir og með góðan liðsanda. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Hareide en Ísland er tveimur sigrum frá því að komast á stórmót í þriðja sinn í sögunni. Viðtalið við Hareide, sem tekið var í gær, má sjá hér að neðan. Þar segir hann engin sérstök meiðsli í íslenska hópnum en nú er ljóst að fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson missir af leiknum vegna meiðsla. Klippa: Åge um leikinn gegn Ísrael Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59 Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34 Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byggir á leiknum við Portúgal „Planið er að vera vel skipulagðir,“ segir Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson úti í Búdapest. „Við mættum mjög erfiðum mótherjum í síðasta leik undakeppninnar í Portúgal (í nóvember), og munum halda okkur við sama leikskipulag. Ég held að leikmönnunum líði best í þeirri uppstillingu. Við verðum að vinna saman, ekki gera nein kjánaleg mistök sem gefa auðveld mörk, og reyna að vera skipulagðir allar níutíu mínúturnar,“ segir Hareide. Leikurinn gæti þó orðið 120 mínútur og úrslitin jafnvel ráðist í vítaspyrnukeppni. „Hann er gamall en veit hvar markið er“ Spurður út í ísraelsku andstæðingana nefndi Norðmaðurinn sérstaklega hinn 36 ára gamla Eran Zahavi, framherja Maccabi Tel Aviv, sem skorað hefur 34 mörk í aðeins 73 landsleikjum. Hann er framherji Maccabi Tel Aviv og skoraði í báðum leikjum liðsins gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur. „Ef þeir fá pláss til að spila þá gera þeir það og nýta sér slík tækifæri. Þeir eru með mikinn markaskorara í Zahavi, hann er stórt nafn í hópnum. Hann er gamall en veit hvar markið er. Við verðum að hafa gætur á honum. En fyrst og fremst þurfum við að vera við sjálfir, og reyna að efla hvern leikmann til að eiga góðan leik. Það er það eina sem við getum gert, vera skipulagðir og með góðan liðsanda. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Hareide en Ísland er tveimur sigrum frá því að komast á stórmót í þriðja sinn í sögunni. Viðtalið við Hareide, sem tekið var í gær, má sjá hér að neðan. Þar segir hann engin sérstök meiðsli í íslenska hópnum en nú er ljóst að fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson missir af leiknum vegna meiðsla. Klippa: Åge um leikinn gegn Ísrael Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59 Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34 Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59
Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34
Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18