Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 07:34 José Mourinho lét Anthony Taylor ekki í friði í Búdapest í fyrra, jafnvel löngu eftir lokaflautið. Getty/Chris Brunskill Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00
Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18