Fótbolti

Neuer meiddur og missir mögu­lega af leiknum gegn Arsenal

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Manuel Neuer er meiddur og verður í borgaralegum klæðum á næstunni
Manuel Neuer er meiddur og verður í borgaralegum klæðum á næstunni Arne Dedert/picture alliance via Getty Images

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer hefur dregið sig úr hóp fyrir komandi æfingaleiki gegn Frakklandi og Hollandi. 

Hann dregur sig úr hópnum vegna meiðsla í lærvöðva. Hann verður frá í viku hið minnsta og mögulega lengur. Þetta setur hann í hættu á að missa einnig af 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Bayern Munchen mætir Arsenal. Þeir eiga deildarleiki áður gegn Borussia Dortmund og Hedenheim. 

Neuer er orðinn 37 ára gamall. Hann fótbrotnaði á skíðum eftir HM í Katar 2022 og missti af hálftu tímabili auk fyrstu leikjum þessa tímabils. 

Án Neuer mun Þýskaland leita til Marc-Andre ter Stegen, Bernd Leno og Oliver Baumann verða til vara. 

Hinn 35 ára gamli Sven Ulreich mun fylla í skarð hans hjá Bayern Munchen. Vondar fréttir fyrir þá því markahrókurinn Harry Kane og varnarmennirnir Aleksander Pavlović og Sascha Boey eru einnig á meiðslalistanum. 


Tengdar fréttir

Neuer byrjaður að æfa á ný

Manuel Neuer er mættur aftur til æfinga hjá Bayern Munchen eftir að hafa fótbrotnað í skíðaslysi fyrir tæpu ári síðan. Tomas Tuchel, þjálfari liðsins, segir þetta frábærar fréttir en þó sé enn bið í að markvörðurinn mæti aftur á völlinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×