Fótbolti

Messi, Pele og Maradona allir hlið við hlið hjá CONMEBOL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stytturnar af Lionel Messi, Pele og Diego Armando Maradona í höfuðstöðunum hjá CONMEBOL.
Stytturnar af Lionel Messi, Pele og Diego Armando Maradona í höfuðstöðunum hjá CONMEBOL. Getty/Christian Alvarenga

Suðurameríska knattspyrnusambandið lét gera vaxstyttur af þremur knattspyrnugoðsögnum frá Suður-Ameríku og þeir þremenningar taka nú á móti gestum í höfuðstöðvum CONMEBOL.

Þetta eru þeir Lionel Messi, Pele og Diego Maradona sem allir eru þarna með heimsbikarinn í hendi.

Margir voru á því að Messi þurfti heimsmeistaratitil til að geta talist vera besti knattspyrnumaður sögunnuar og það tókst loksins í fimmtu tilraun á HM í Katar 2022.

Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu frá 1958 til 1970 og Maradona varð heimsmeistari á HM í Mexíkó 1986.

Þessir þrír eru oftast tilkallaðir þegar rætt er um bestu knattspyrnumenn í sögunni en það eru vissulega fleiri frábærir leikmenn sem koma til greina. Það er því athyglisvert að Messi, Pele og Maradona hafa fengið þennan heiðurssess.

Messi hefur skorað 106 mörk í 180 landsleikjum fyrir Argentínu, Pele skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu og Maradona var með 34 mörk í 91 landsleik.

Vaxstytturnar eru mjög vel gerðar og raunverulegar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×