Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 11:01 Frá leik Ísrael og Ítalíu á heimsmeistaramótinu í Mexíkó fyrir 54 árum. Það er síðasti leikur Ísraelsmanna á stórmóti. Getty/Mario De Biasi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Sjá meira
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn