Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2024 11:01 Hákon Arnar Haraldsson hóf landsliðsferil sinn á því að mæta Ísrael, sumarið 2022. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn