Ábendingum um aðstoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjölskylduna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. mars 2024 07:00 Siljá Brá Guðlaugsdóttir með nýjasta fjölskyldumeðliminum honum Blæsa. Vísir/Vilhelm Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla. „Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu. Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt, það er alveg ljóst að fólki er ekki sama um þetta kríli,“ segir Silja Brá í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir upplýsingum um það hvar hún gæti fundið hvolpanámskeið eða þjálfara sem kann að vinna með hundum í þessari stöðu. Segir Blæsa hafa valið fjölskylduna Blæsi er ástralskur fjárhundur að upplagi með íslenskan fjárhund og border collie í blóðinu. Hann var síðastur tólf systkina sinna til þess að fá heimili og sá eini með erfðagalla. Silja segir fjölskylduna ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um hvort þau vildu eignast Blæsa. „Hann valdi okkur, held ég,“ segir Silja. Hún segir börnin sín þrjú lengi hafa viljað eignast hund og Blæsa því tekið fagnandi á nýju heimili. Tveir kettir heimilisins sem fyrir eru hafi meira að segja tekið Blæsa nokkuð vel. „Þó þær séu náttúrulega ekkert voðalega spenntar,“ segir Silja hlæjandi. „En það er náttúrulega svo sérstakt að hann fer ekkert í þær, af því að hann sér þær náttúrulega ekki. Svo geltir hann lítið sem ekkert og er voðalega blíður og rólegur.“ Fjölskyldan er himinlifandi yfir Blæsa. Vísir/Vilhelm Silja segir ljóst að huga þurfi betur að Blæsa en öðrum hundum. Hann þurfi mikla snertingu og þörf til þess að vera nálægt fjölskyldunni. „Hann fær að sofa upp í hjá okkur og er mjög kelinn.“ Kom með sérstök gleraugu handa Blæsa Eins og áður segir vakti færsla Silju inni á Facebook mikla athygli. Rúmlega þúsund manns brugðust við færslunni og rúmlega áttatíu skrifuðu við hana athugasemdir. Silja segist hafa fundið þjálfara við hæfi og er eðli málsins samkvæmt himinlifandi yfir viðbrögðunum. Nafn Blæsa var samvinnuverkefni allrar fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „Maður er orðinn hluti af svona samfélagi núna,“ segir Silja. Hún segist meira að segja hafa fengið heimsókn frá stelpu sem hafi frétt af Blæsa. „Hún kom með svona sérstök hundagleraugu fyrir okkur og átti semsagt hund sem var einmitt hálf sjónskertur og heyrnarlaus, en reyndar fæddist ekki þannig eins og Blæsi. Hún vildi prufa að lána okkur þau, þetta eru svona sólgleraugu, til að athuga hvort það gæti ekki hjálpað honum með birtu og svona.“ En hvaðan kemur nafnið Blæsi? „Fyrst datt mér í hug nafnið Blær, af því að hann er með svona pínu ljósan blett á rassinum. Svo sagði maðurinn minn, hann Styrmir Örn, að það væri betra að vera með tvo samhljóða eins og Nonni. Svo vildi litli strákurinn minn að hann myndi heita Blæja eins og í teiknimyndinni. Þá datt manninum mínum í hug nafnið Blæsi, sem við höfum aldrei heyrt áður og það er svo skemmtilegt og öðruvísi nafn sem er svo geggjað fyrir hann og við voru öll sammála um það.“ Blæsi með gleraugun góðu.
Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira