Þrjú af fjórum liðum komin í fjögurra liða úrslit Snorri Már Vagnsson skrifar 14. mars 2024 22:49 Þrjú lið eru búin að tryggja sig í fjögurra liða úrslit á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Þór, Saga og Aurora höfðu öll sigur af velli í kvöld og eru því komin áfram. Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti
Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti