Stal senunni en vill meira Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 12:01 Bearman um síðastliðna helgi í Sádi-Arabíu með sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr býtum í Sádi-Arabíu kappaksturinum um síðastliðna helgi er óhætt að ungstirnið Oliver Bearman hafi komið, séð og sigrað á sinni fyrstu keppnishelgi í Formúlu 1. Með mjög skömmum fyrirvara, eftir að Carlos Sainz annar af ökumönnum Ferrari þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna botnlangabólgu, settist Bearman undir stýri í bíl ítalska risans og sýndi mikla yfirvegun og færni á einni af mest krefjandi brautum hvers árs í Formúlu 1 í Sádi-Arabíu. Hinn 18 ára gamli Bearman, sem keppir einnig í Formúlu 2 mótaröðinni samhliða því að vera einn af varaökumönnum Ferrari í Formúlu 1, gerði gott mót í sínum fyrstu tímatökum og rétt missti af sæti í lokahluta þeirra. Hann ræsti í ellefta sæti þegar í kappaksturinn var komið og steig varla feilspor í keppninni sjálfri þar sem að hann endaði í sjöunda sæti og vann inn sín fyrstu stig á Formúlu 1 ferlinum. Frammistaða sem varpar á honum kastljósinu og er ljóst að þarna er um að ræða ökumann sem hafa þarf góðar gætur á í framtíðinni í Formúlu 1. Hafandi fengið smjörþefinn af mótaröðinni, vill Bearman bara meira og það fljótt. Bretinn ungi hefur auga á öðru af ökumannssætum hjá liði Haas, sem er eins konar systurlið Ferrari, fyrir næsta tímabil en nú þegar hefur Bearman tekið þátt í æfingum og prófunum með liðinu. „Ég hef kynnst liðinu aðeins í gegnum þessar æfingar og ég hlakka til að byggja upp sambönd mín við liðsmenn þess í framhaldinu og að fá vonandi fleiri tækifæri í bílnum innan brautar,“ segir Bearman í viðtali við Sky Sports.“ Með því opnast vonandi tækifæri á því að fá varanlegt sæti í Formúlu 1 fyrir tímabilið 2025. Það yrði frábært.“ Núverandi ökumenn Haas-liðsins, reynsluboltarnir Kevin Magnussen og Nico Hulkenberg, renna báðir út á samningi hjá liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Takist Bearman að heilla forráðamenn liðsins er ljóst að möguleikar hans á sæti fyrir hann í Formúlu 1 á næsta ári. Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Með mjög skömmum fyrirvara, eftir að Carlos Sainz annar af ökumönnum Ferrari þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna botnlangabólgu, settist Bearman undir stýri í bíl ítalska risans og sýndi mikla yfirvegun og færni á einni af mest krefjandi brautum hvers árs í Formúlu 1 í Sádi-Arabíu. Hinn 18 ára gamli Bearman, sem keppir einnig í Formúlu 2 mótaröðinni samhliða því að vera einn af varaökumönnum Ferrari í Formúlu 1, gerði gott mót í sínum fyrstu tímatökum og rétt missti af sæti í lokahluta þeirra. Hann ræsti í ellefta sæti þegar í kappaksturinn var komið og steig varla feilspor í keppninni sjálfri þar sem að hann endaði í sjöunda sæti og vann inn sín fyrstu stig á Formúlu 1 ferlinum. Frammistaða sem varpar á honum kastljósinu og er ljóst að þarna er um að ræða ökumann sem hafa þarf góðar gætur á í framtíðinni í Formúlu 1. Hafandi fengið smjörþefinn af mótaröðinni, vill Bearman bara meira og það fljótt. Bretinn ungi hefur auga á öðru af ökumannssætum hjá liði Haas, sem er eins konar systurlið Ferrari, fyrir næsta tímabil en nú þegar hefur Bearman tekið þátt í æfingum og prófunum með liðinu. „Ég hef kynnst liðinu aðeins í gegnum þessar æfingar og ég hlakka til að byggja upp sambönd mín við liðsmenn þess í framhaldinu og að fá vonandi fleiri tækifæri í bílnum innan brautar,“ segir Bearman í viðtali við Sky Sports.“ Með því opnast vonandi tækifæri á því að fá varanlegt sæti í Formúlu 1 fyrir tímabilið 2025. Það yrði frábært.“ Núverandi ökumenn Haas-liðsins, reynsluboltarnir Kevin Magnussen og Nico Hulkenberg, renna báðir út á samningi hjá liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Takist Bearman að heilla forráðamenn liðsins er ljóst að möguleikar hans á sæti fyrir hann í Formúlu 1 á næsta ári.
Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira