Átta lið komin í útsláttarkeppni Stórmeistaramótsins Snorri Már Vagnsson skrifar 12. mars 2024 22:49 Wnkr og PolishWonder tryggðu sig áfram með sínum liðum, Breiðabliki og Ármanni. Lið Vallea er sömuleiðis búið að tryggja sig áfram. Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi. Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti
Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti