Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 11:01 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægt verkefni í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01