Munu ekki standa í vegi fyrir Verstappen vilji hann fara Aron Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 16:37 Þrír lykilstarfsmenn Formúlu 1 liðs Red Bull Racing. Hér sést Max Verstappen ræða við Helmut Marko (til vinstri) eftir sigur í Sádi-Arabíu um nýliðna helgi. Með þeim er liðsstjórinn Christian Horner (til hægri) liðsstjóri Red Bull Racing Vísir/Getty Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull Racing segjast ekki munu neyða þrefalda heimsmeistara sinn, ökumanninn Max Verstappen, til þess að vera áfram hjá liðinu út gildandi samning milli ökumannsins og liðsins sé það hans ósk að hverfa á braut. Það er Motorsport.com sem greinir frá en Verstappen hefur, líkt og Red Bull Racing liðið í heild sinni, farið fullkomlega af stað innan brautar að loknum fyrstu tveimur umferðum tímabilsins 2024. Eldfimt ástand utan brautar hefur hins vegar vakið upp spurningar um framtíð einstaklinga sem gegna lykilhlutverkum innan liðsins. Samningur Verstappen við Red Bull Racing gildir út tímabilið 2028. Framtíð Hollendingsins fljúgandi er hins vegar talin velta, að mjög miklu leiti, á framtíð Helmut Marko í starfi ráðgjafa liðsins. Marko á stóran þátt í uppgangi Verstappen hjá Red Bull Racing og á í sterkum og góðum tengslum við Hollendinginn sem og föður hans, Jos Verstappen. Valdabarátta innan liðsins Utan frá virðist mikil valdabarátta nú eiga sér stað innan Red Bull Racing liðsins milli fylkinga Christian Horner, liðsstjóra Red Bull annars vegar og Helmut Marko og Verstappen feðga hins vegar. Horner sjálfur hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur eftir að ásakanir á hendur honum um óviðeigandi og stjórnandi hegðun í garð samstarfskonu hjá Red Bull Racing litu dagsins ljós. Horner neitaði sök og Red Bull samsteypan setti af stað innri rannsókn á málinu. Niðurstaðan þeirrar rannsóknar var að láta málið niður falla. Fyrir helgi bárust svo fregnir af því að umræddri konu hefði verið sagt upp störfum hjá Red Bull Racing Reynt hefur verið að lægja öldurnar innan liðsins og yfirlýsingar stríðandi fylkinga flogið á milli í fjölmiðlum en spurningarmerkjunum um lið Red Bull Racing virðist á sama tíma bara fjölga með hverri yfirlýsingunni. Aðspurður um framtíð Max Verstappen, sem hefur undanfarna daga verið orðaður við lið Mercedes, sagði Horner að Red Bull Racing myndi ekki neyða Verstappen til þess að klára samning sinn hjá liðinu ef hann vildi yfirgefa það. „Það gildir það sama um þetta og lífið sjálft. Maður neyðir ekki einhvern til þess að vera á einhverjum stað sem hann vill ekki vera á.“ Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það er Motorsport.com sem greinir frá en Verstappen hefur, líkt og Red Bull Racing liðið í heild sinni, farið fullkomlega af stað innan brautar að loknum fyrstu tveimur umferðum tímabilsins 2024. Eldfimt ástand utan brautar hefur hins vegar vakið upp spurningar um framtíð einstaklinga sem gegna lykilhlutverkum innan liðsins. Samningur Verstappen við Red Bull Racing gildir út tímabilið 2028. Framtíð Hollendingsins fljúgandi er hins vegar talin velta, að mjög miklu leiti, á framtíð Helmut Marko í starfi ráðgjafa liðsins. Marko á stóran þátt í uppgangi Verstappen hjá Red Bull Racing og á í sterkum og góðum tengslum við Hollendinginn sem og föður hans, Jos Verstappen. Valdabarátta innan liðsins Utan frá virðist mikil valdabarátta nú eiga sér stað innan Red Bull Racing liðsins milli fylkinga Christian Horner, liðsstjóra Red Bull annars vegar og Helmut Marko og Verstappen feðga hins vegar. Horner sjálfur hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur eftir að ásakanir á hendur honum um óviðeigandi og stjórnandi hegðun í garð samstarfskonu hjá Red Bull Racing litu dagsins ljós. Horner neitaði sök og Red Bull samsteypan setti af stað innri rannsókn á málinu. Niðurstaðan þeirrar rannsóknar var að láta málið niður falla. Fyrir helgi bárust svo fregnir af því að umræddri konu hefði verið sagt upp störfum hjá Red Bull Racing Reynt hefur verið að lægja öldurnar innan liðsins og yfirlýsingar stríðandi fylkinga flogið á milli í fjölmiðlum en spurningarmerkjunum um lið Red Bull Racing virðist á sama tíma bara fjölga með hverri yfirlýsingunni. Aðspurður um framtíð Max Verstappen, sem hefur undanfarna daga verið orðaður við lið Mercedes, sagði Horner að Red Bull Racing myndi ekki neyða Verstappen til þess að klára samning sinn hjá liðinu ef hann vildi yfirgefa það. „Það gildir það sama um þetta og lífið sjálft. Maður neyðir ekki einhvern til þess að vera á einhverjum stað sem hann vill ekki vera á.“
Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira