Heimsmeistarinn á verðlaunapalli í hundraðasta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 18:31 Max Verstappen skellti sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum í dag. Rudy Carezzevoli/Getty Images Þrefaldi heimsmeistarinn Max Verstappen vann öruggan sigur í Formúlu 1 í dag er keppt var í Sádi-Arabíu. Með sigrinum kom hann sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum. Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni. Akstursíþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni.
Akstursíþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira