„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2024 08:00 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem nú hefur eignast lítinn bróður. VÍSIR/VILHELM Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“ Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira
Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira