Bellingham segir bannið fáránlegt: Eru að gera mig að víti til varnaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 09:30 Jude Bellingham var allt annað en sáttur með ákvörðun dómarans. Getty/Aitor Alcalde Enski landsliðsmiðjumaurinn Jude Bellingham er allt annað en sáttur við tveggja leikja bannið sem hann var dæmdur í vegna framkomu sinnar eftir leik Real Madrid og Valencia um síðustu helgi. Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira