Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:25 Helga Magga töfraði fram fallega kransaköku skreytta lifandi blómum. Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. „Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna.
Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira